Innlent

Tvær líkamsárásir í miðborginni í nótt

Tilkynnt var um tvær líkamsárásis í miðborginin í nótt. Þá var tilkynnt um eld sem kviknaði þegar maður notaði eldfiman vökva í matargerð og bílveltu eftir að ökumaður steig óvart á bensíngjöf í stað bremsu. Þá voru átta stöðvaðir grunaður um akstur undir áhrifum. Sex voru vistaðir í fangageymslu vegna ýmissa brota.

Átta ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna Fréttablaðið/Ernir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og í nótt að vanda. Tilkynnt var um eld í Austurborginni eftir að maður hafi verið að steikja mat. Hann mun hafa verið að nota mjög eldfiman vökva og læstist eldur í bæði hári mannsins og fötum hans. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Afskipti höfð af tveimur mönnum í annarlegu ástandi

Þá voru höfð afskipti af manni í strætóskýli í austurhluta borgarinnar. Hann var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu. Þar fundust fíkniefni á manninum. Í Mosfellsbæ voru einnig höfð afskipti af manni í annarlegu ástandi. Hann er einnig grunaður um eignaspjöll og var vistaður í fangageymslu.

Velti bílnum eftir að hafa stigið óvart á bensíngjöf

Tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp í miðborginni rétt eftir klukkan tvö í nótt. Annar ökumaðurinn ók undir áhrifum fíkniefna og áfengis og var vistaður í fangageymslu. Hinn ökumaðurinn steig óvart á bensíngjöf í stað bremsu með þeim afleiðingum að bifreiðin fór á hliðina. Engin meiðsl voru á fólki og var ökumaðurinn aðstoðaður við að koma bílnum aftur á hjólin.

Tvær líkamsárásir

Einn var handtekinn rétt eftir klukkan tvö grunaður um líkamsárás á veitingahúsi í miðborginni. Hann var vistaður í fangageymslu í nótt.

Þá var tilkynnt um aðra líkamsárás rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Þar hafði maður verið sleginn í höfuðið og lá hann meðvitundarlaus í götunni. Árásaraðili hafði verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að en hann var handtekinn skömmu síðar þar sem það var vitað hver hann var. Fram kemur í tilkynningu lögreglu að í millitíðinni hafi hann slegið annan mann í andlitið og mögulega nefbrotið hann. Hann var vistaður í fangageymslu.

Átta ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum

Rétt eftir klukkan sex í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Breiðholti. Ökumaður sem olli tjóni hafði farið af vettvangi en var handtekinn skömmu síðar og er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var vistaður í fangageymslu.

Þá voru átta ökumenn stöðvaðir víða á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um akstur undir áhrifum og ýmis önnur brot eins og að aka án ökuréttinda og á ótryggðum bifreiðum. Einn þeirra var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

​For­maður ÍKSA lofaði upp í ermina á sér og harmar það

Verkalýðsmál

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Innlent

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Auglýsing

Nýjast

Netanja­hú hættir sem utan­ríkis­ráð­herra

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Auglýsing