Fimm manns gistu fangaklefa lögreglu eftir nóttina samkvæmt dagbók lögreglu.

Tveir menn borguðu ekki fyrir leigubifreið og reyndu að stela úr verslun í Mjóddinni voru handteknir í kringum miðnætti.

Maður var handtekinn í kringum miðnætti fyrir líkamsárás í heimahúsi og tilkynnt var um líkamsárás við Bústaðaveg. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom á vettvang og er málið nú í rannsókn.

Þá var kona sem hafði sparkað í lögreglumann handtekin um klukkan 02:00 í austurbæ Reykjavíkur og samkvæmt dagbók lögreglu voru sjö tilvik um grun um ölvunarakstur í borginni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti alls hundrað málum milli 17:00 og 05:00.