Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur ungum mönnum við skóla í Hafnarfirði í gærkvöld. Annar maðurinn er grunaður um líkamsárás og hinn um tálmun opinbers starfsmanns. Árásarþoli var með roða í andliti eftir höggið og ætlaði að leita á sjúkrastofnun og fá ákverkavottorð.

Árásaraðili hafði einn veitt lögreglumönnum áverka og var í kjölfarið handtekinn.

Á tíunda tímanum var lögregla kölluð til vegna líkamsárásar við veitingahús í hverfi 104 í Reykjavík. Tvær konur höfðu ráðist á mann og veitt honum áverka.

Lögregla hafði afskipti af manni á rafmagnshjóli í Kópavogi í nótt og er hann grunaður um hylmingu. Hjólið var haldlagt.

Þá var einn stöðvaður í umferðinni vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.