Tvær konur á áttræðisaldri með Covid-19 létust á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi um helgina.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.
22 sjúklingar liggja nú inni með Covid-19, þar af eru 18 einstaklingar með virkt smit. Enginn sjúklinganna er á gjörgæslu.