Tveir almennir borgarar liggja í valnum og fjórir eru alvarlega særðir, þar á meðal tíu ára stúlka, eftir sprengjuárás Rússa á markað í bænum Shevchenkove í Úkraínu.
Saksóknari á svæðinu hefur nú hafið rannsókn á mögulegum stríðsglæp, en tvær konur eru látnar eftir árásina. Talið er að flugskeytið hafi komið frá S-300 loftvarnarkerfi í Belgorod í Rússlandi, sem liggur við landamæri Úkraínu.

Haft er eftir embættismanni á svæðinu að þrír markaðsbásar orðið fyrir skemmdum og verslunarmiðstöð eyðilagðist í árásinni.
„Rússneski herinn framdi enn og aftur hryðjuverk gegn almennum borgurum. Barn særðist, tvær konur voru myrtar,“ segir skrifstofa saksóknara á svæðinu.
On the morning of January 9, russian invaders launched a missile attack on the market in Shevchenkove, Kharkiv region. As a result, two people were killed and 5 people were injured. Among them is a child.
— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 9, 2023
Again, no military targets. Pure terrorism. pic.twitter.com/ODYKdcQgXh