Tveir al­mennir borgarar liggja í valnum og fjórir eru al­var­lega særðir, þar á meðal tíu ára stúlka, eftir sprengju­á­rás Rússa á markað í bænum Shevchen­kove í Úkraínu.

Sak­sóknari á svæðinu hefur nú hafið rann­sókn á mögu­legum stríðs­glæp, en tvær konur eru látnar eftir á­rásina. Talið er að flug­skeytið hafi komið frá S-300 loft­varnar­kerfi í Bel­gor­od í Rúss­landi, sem liggur við landa­mæri Úkraínu.

Hjálparaðilar leituðu af fólki sem var fast í rústum markaðarins.
Fréttablaðið/Getty

Haft er eftir em­bættis­manni á svæðinu að þrír markaðs­básar orðið fyrir skemmdum og verslunar­mið­stöð eyði­lagðist í á­rásinni.

„Rúss­neski herinn framdi enn og aftur hryðju­verk gegn al­mennum borgurum. Barn særðist, tvær konur voru myrtar,“ segir skrif­stofa sak­sóknara á svæðinu.