Tvær ungar konur duttu lag­lega í lukku­pottinn víð­fræga þegar tölurnar þeirra voru dregnar út síðasta laugar­dag en þá var potturinn fjór­faldur. Þær skipta með sér 52 milljónum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Ís­lenskri get­spá.

Konurnar eiga það sam­eigin­legt að vera með tölurnar sínar í á­skrift og voru báðar í sumar­leyfi með fjöl­skyldum sínum þegar drauma­sím­talið kom, önnur á Ís­landi en hin á Spáni.

Sú sem er í fríi á Ís­landi segist í sam­tali við Ís­lenska get­spá, vera stödd á fal­legasta stað landsins í frá­bæru veðri, en hún var al­ein á göngu þegar hún fékk sím­tal um að hennar biðu 26 milljónir og hafði hún mestar á­hyggjur af því að gleði­ópin heyrðust í ná­lægar tjald­búðir og ætlaði að taka á rás til að segja fjöl­skyldunni sinni gleði­tíðindin.

Ekki voru fagnaðar­lætin minni hjá fjöl­skyldunni sem var stödd á Spáni, enda ekki ama­legt að fá fréttir um 26 milljóna króna vinning þegar verið er að njóta lífins á sólar­strönd.