Tvær fjölskyldur lentu í árekstri sem varð á gatnamótum Austursíðu og Bugðusíðu á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Bíl var ekið í veg fyrir annan bíl og sprungu loftpúðar út í annarri bifreiðinni.

Samtals níu manns voru í bílunum sem skullu saman. Lögreglan segir að meðsl séu talin minniháttar en fjarlægja þurfi annan bílinn af vettvangi með dráttarbíl.

Áreksturinn varð á gatnamótum Austursíðu og Bugðusíðu en eldur kom upp í húsi fyrr í dag í Síðuhverfinu.

Áreksturinn var í sama hverfi þar sem eldur kom upp um hádegisbil í dag.

Tveir voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrunar eftir eldinn í Síðuhverfinu. Þá þurfti slökkvilið að reykræsta íbúðina en búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið mætti á vettvang ásamt lögreglu.