Tuttugu einstaklingar hafa skráð sig inn í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í dag. Þó er ákveðinn hluti farinn annað, þar sem önnur úrræði buðust strax, og um það bil tíu eftir.

Frá þessu greinir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi, í samtali við Fréttablaðið.

Hann segir að fólkið sem um ræðir komi aðallega frá Úkraínu og Venezúela. Í hópnum sé allavega ein fjölskylda, og þrjú til fjögur börn.

Þá segist Atli búast við fleirum síðar í dag og á morgun, en veit ekki hversu mörgum. Fjöldahjálparstöðin á að geta tekið á móti 100 til 150 manns á hverjum tímapunkti.

Atli Viðar sagði fyrr í vikunni á fólk ætti að hámarki að vera í úrræðinu í þrjá daga. Hann segist nú binda vonir við að það gangi eftir og að fólk verði komið í önnur úrræði um helgina.

Atli Viðar bindur vonir við að það gangi eftir og að fólk verði komið í önnur úrræði um helgina.
Fréttablaðið/Ernir