Á næstu dögum má gera ráð fyrir því að 23 tonna og 54 metra langur hlutur úr kín­verskri eld­flaug hrapi stjórn­laust til jarðar. DR greinir frá.

„Kín­verjar vilja meina að þetta sé al­geng að­ferð og að engin mark­tæk á­hætta stafi af henni, en það má nú rök­ræða um það,“ segir Michael Linden-Vørnle, stjarn­eðlis­fræðingur hjá DTU Space.

Í maí 2021 fór kín­versk eld­flaug um svipaða breiddar­gráðu. Flaugin endaði í Ind­lands­hafi en engan sakaði. Á þeim tíma áttu stór­borgir eins og New York, Ríó, Madríd, Lagos, Delí, Peking og S­yd­n­ey hættu á að verða fyrir gríðar­lega þungum hlutum úr eld­flaug.

„Ef eld­flaugin hrapar og fólk slasast eða jafn­vel lætur lífið, þá verðum við að takast á við það af mikilli al­vöru. En það eru engar al­þjóð­legar reglur sem banna Kín­verjum að gera þetta,“ segir Linden-Vørnle. Þó engar séu reglurnar séu til að­ferðir til að stjórna hvar hlutir eða rusl úr eld­flaugum lendi.

„Í hinum vest­ræna heimi höfum við hefð fyrir því að passa upp á að svona stórir hlutir brenni ekki upp í loft­hjúpi jarðar. Við reynum að stýra þeim, til dæmis yfir suður­hluta Kyrra­hafs, svo þeir valdi engum skaða,“ segir Linden-Vørnle.

Sem dæmi um þetta endur­vinnur banda­ríska geim­ferða­fyrir­tækið og flug­tækni­fram­leiðandinn Space X eld­flaugar sínar. Aðrir stýra þeim og sjá til þess að þær valdi ekki tjóni á eignum né skaða á fólki. Linden-Vørnle segir að í grunninn snúist þetta um að hafa auka­elds­neyti á eld­flaugar­stiginu, svo hægt sé að hægja á flauginni á stýrðan hátt og vita þannig nokkurn veginn hvar hún hrapar.

„Í grund­vallar­at­riðum er þetta ekki svo erfitt, svo það er svo­lítið skrýtið hvers vegna þeir huga ekki að þessum hlutum. Við höfum átt mörg sam­töl og um­ræður þar sem við gagn­rýnum Kína fyrir alls kyns hluti, og tækni­lega er til­tölu­lega ein­falt að gera þetta. Það er erfitt fyrir mig að skilja hvers vegna þeir kjósa að gera þetta á þann hátt sem þeir gera, sem ó­neitan­lega kallar á at­hygli frá al­þjóða­sam­fé­laginu.“

Að svo stöddu er ekki vitað hvar hluturinn úr eld­flauginni mun lenda.

„Ná­kvæm­lega hvar og hve­nær það gerist mun koma í ljós á næstu klukku­stundum,“ segir Linden-Vørnle.