Álfur Birkir Bjarnason, for­maður Sam­takanna ´78 segir það ó­boð­legt að trans fólk þurfi að bíða eins lengi og raun beri vitni eftir kyn­leið­réttingar­að­gerðum, en alls bíða nú tuttugu og fjórir eftir að­gerð, þar af fjórir síðan 2019.

„Þetta er bara aug­ljós­lega lífs­nauð­syn­legar að­gerðir fyrir mjög marga. Við höfum séð ein­stak­linga sem eru að bíða ein­fald­lega verða ör­yrkja vegna þess að þau tapa starfs­getu út af and­legri heilsu. Þannig að ég myndi alveg segja að fyrir sam­fé­lagið, þá borgar það sig að halda fólki heil­brigðu,“ segir Álfur.

Hann segir að Sam­tökin ´78 séu í reglu­legu sam­tali við heil­brigðis­yfir­völd og ráð­herra vegna stöðunnar, sem sé grafalvarleg.

„Við skynjum mjög vel að að­stæður á Land­spítalanum séu erfiðar og það þurfi að for­gangs­raða, en okkur finnst eins og þessar að­gerðir ættu að vera forgangi,“ segir Álfur.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Land­spítalanum hafa tvær kyn­leið­réttingar­að­gerðir verið gerðar það sem af er ári og eru fleiri ekki fyrir­hugaðar fyrr en á næsta ári.

Hannes Sigur­jóns­son, lýta­læknir, sem hefur sér­hæft sig í kyn­leið­réttingar­að­gerðum, segir fjölda slíkra aðgerða hafa minnkað tals­vert undan­farin ár, þá sér­stak­lega síðustu tvö.

„Við vorum að gera um sex stórar að­gerðir á ári fyrir Co­vid og miðað við það var bið­listinn kannski ekki nema eitt og hálft til tvö ár,“ segir Hannes. Það sé þó ekki mjög langur tími saman­borið við bið­lista annars staðar í heimunum.

„Við erum að tala upp í þrjú, fjögur, jafn­vel fimm ár. Svo kom Co­vid og mikil mann­ekla á skurð­stofum Land­spítalans og takturinn hefur verið tvær á ári á síðasta ári og þetta ár,“ segir Hannes.