Banda­rískur maður sem kveikti skógar­eld í Kali­forníu sem geisaði í rúma fjóra mánuði og olli dauða tólf kon­dóra hefur verið dæmdur í 24 ára fangelsi.

Ivan Gomez, 31 ára, kveikti eldinn ó­vart í ágúst 2020 þegar hann var að rækta kanna­bis ó­lög­lega í Los Padres þjóð­garðinum í Kali­forníu.

Eldurinn, sem fékk nafnið Big Sur Dolan-eldur, breiddist yfir 125 þúsund ekrur, þar á meðal frið­land fyrir kon­dór­fuglinn sem er í út­rýmingar­hættu, og eyði­lagði fjór­tán byggingar. Ekki tókst að ráða niður­lögum eldsins fyrr en á gaml­árs­dag 2020.

Kaliforníu kondórinn er í mikilli útrýmingarhættu.
Fréttablaðið/Getty

Tólf fuglar í útrýmingarhættu drápust

Talið er að tólf kon­dórar hafi dáið í skógar­eldinum. Um er að ræða eina stærstu fugla í heimi en tegundin er í mikilli út­rýmingar­hættu og komst nærri því að verða al­dauða á 9. ára­tug síðustu aldar.

Þá voru fjór­tán slökkvi­liðs­menn hætt komnir er slökkvi­liðs­stöð þeirra varð eldi að bráð og þeir neyddust til að leita skjóls í neyðar­skýli. Einn varð­stjóri særðist al­var­lega og tveir aðrir þurftu að leggjast inn á spítala vegna bruna­sára og reyk­eitrunar.

Sam­kvæmt heimildum héraðs­sak­sóknara var Gomez hand­tekinn af lög­reglu­mönnum þjóð­garðsins eftir að þeir fengu á­bendingu um mann sem var að kasta steinum á bíla nærri að­liggjandi þjóð­vegi.

Hann er sagður hafa verið sveittur og ber að ofan með nokkra kveikjara á sér sam­bæri­legum öðrum sem fundust nærri elds­upp­tökunum. Gomez játaði að hafa rekið ó­lög­lega kanna­bis­ræktun í skóginum sem hafi or­sakað eldinn.

Hann hlaut dóm í sex­tán á­kæru­liðum síðasta mið­viku­dag, þar á meðal fyrir í­kveikju, kanna­bis­ræktun og tólf á­kærur fyrir dýra­níð. Gomez mun af­plána refsinguna í ríkis­fangelsi í Kali­forníu.