Um­deildur við­bótar­samningur Agnesar M. Sigurðar­dóttur, biskups Ís­lands, við Ás­dísi Clausen, fyrr­verandi fjár­mála­stjóra Biskups­stofu, er til skoðunar hjá utan­að­komandi lög­fræðingi sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins.

Samningurinn við Ás­dísi felur í sér ó­skoraðan rétt til launa í sjö mánuði, hátt í tuttugu milljónir króna, án til­lits til á­stæðu loka ráðningar­samnings. Hann var undir­ritaður 1. febrúar á þessu ári af Agnesi og Ás­dísi, sem sagði svo upp störfum 1. septem­ber.

Í við­aukanum við ráðningar­samning Ás­dísar, líkt og það er kallað, segir að ekki yrði óskað eftir vinnu­fram­lagi hennar í þessa sjö mánuði.

„Ás­dísi er heimilt, án þess að það hafi á­hrif á samning þennan, að takast á hendur annað launað starf á meðan á upp­sagnar­fresti stendur,“ segir í þeim gögnum sem Frétta­blaðið hefur undir höndum. Þannig gæti Ás­dís farið í annað launað starf og verið í raun á tvö­földum launum.

Ás­dís gegndi stöðu fjár­mála­stjóra Biskups­stofu í um á­tján mánuði og þykir við­bótar­samningurinn í besta falli ó­vana­legur. Sam­kvæmt heimildum blaðsins fékk Ás­dís eina greiðslu eftir upp­sögn sína áður en þær voru stöðvaðar af fram­kvæmda­stjóra kirkju­þings.

Í júlí 2021 tóku gildi ný þjóð­kirkju­lög sem höfðu í för með sér breytingar á fjár­stjórnar­valdi þjóð­kirkjunnar. Þær fólust meðal annars í því að í stað kirkju­ráðs, sem biskup var í, tók kirkju­þing við fjár­stjórninni. Breytingin tók þó ekki gildi fyrr en um síðast­liðin ára­mót.

Með breytingunum á biskup Ís­lands að starfa innan þess fjár­hags­ramma sem kirkju­þing setur honum.

Nýtt stjórn­skipu­lag þjóð­kirkjunnar, sem tók gildi um síðustu ára­mót, átti að undir­strika þessar breytingar. Skipu­lagið byggir á sam­þykkt frá auka­kirkju­þingi frá 2021 þar sem sam­þykkt var að yfir­stjórn kirkjunnar yrði skipt upp í tvö á­byrgðar­svið.

Sam­kvæmt skipu­laginu á biskup að gæta einingar kirkjunnar sem snýr að öllu því sem lýtur að grunn­þjónustu kirkjunnar. Kirkju­þing kjósi fram­kvæmda­nefnd úr röðum kirkju­þings­full­trúa sem hafi eftir­lit með fjár­hag og rekstri þjóð­kirkjunnar, á­samt því að fylgja eftir á­kvörðunum og á­ætlunum sam­þykktum af kirkju­þingi.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins er mikil ó­á­nægja með við­bótar­samning Agnesar við Ás­dísi innan Biskups­stofu og er hann, líkt og fyrr segir, nú til skoðunar. Um­ræða hafi verið um að óska eftir stjórn­sýslu­út­tekt á fjár­málum kirkjunnar. Sú beiðni hefur þó ekki verið lögð fram form­lega.

„Þetta er bara venju­legur, eðli­legur samningur sem var gerður af þeim sem sjá um mann­auðs­málin hjá kirkjunni og ekkert meira um það að segja,“ segir Agnes um samninginn. Að­spurð segist hún ekki vita hvort hann sé til skoðunar.