Þó svo að ekki hafi allir haft trú á að fríblað gæti fest sig í sessi hér á landi ákváðu feðgarnir Sveinn R. Eyjólfsson og Eyjólfur Sveinsson að láta slag standa og fylgja þróuninni sem orðið hafði á mörkuðum allt í kringum okkur.

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi ritstjóri með starfsfólki blaðsins.

Fyrsti ritstjóri blaðsins var Einar Karl Haraldsson og hafa þónokkrir sest í þann stól síðan. Fyrir tveimur áratugum þegar Fréttablaðið leit fyrst dagsins ljós var fjölmiðlaumhverfið vissulega allt annað en það er í dag og ber þar hæst að fréttaframleiðsla á netinu var rétt að hefjast og var auðvitað mun fyrirferðarminni en hún er í dag. Þegar kom að prentinu voru það tvö dagblöð sem kepptu um lesendur og auglýsendur; Morgunblaðið og DV og var Fréttablaðið þar hrein viðbót og í frídreifingu inn á heimili landsmanna í þokkabót.

Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri Menningarblaðsins, fer yfir uppsetningu blaðsins ásamt starfsmönnum umbrotsins, Eddu Karítas og Guðlaugi.
Fréttablaðið/Stefán
40% FÓLKS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU LESa BLAÐIÐ DAGLEGA.

Mest lesna dagblað landsins


Það tók Fréttablaðið ekki nema þrjú ár að verða mest lesna dagblað landsins og heldur það enn í dag þeim heiðurssessi en rúmlega fjörutíu prósent fólks á höfuðborgarsvæðinu les blaðið daglega. Eins les um helmingur fólks á aldrinum 35 til 65 ára á því svæði blaðið dag hver. Þegar svo kemur að hópnum 55 til 80 ára sem lesa blaðið daglega er niðurstaðan sjötíu prósent.

50% FÓLKS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Á ALDRINUM 35 TIL 65 ÁRA LESA BLAÐIÐ DAGLEGA.

Blaðamennirnir Kristlín Dís og Ingunn Lára við störf á ritstjórninni í gær.
Fréttablaðið/Stefán

Í dag heldur Fréttablaðið úti öflugri fréttasíðu, frettabladid.is en eftir tvö ár í loftinu er miðillinn kominn með dyggan fastagestahóp eða um 80 þúsund manns dag hvern.

70% FÓLKS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Á ALDRINUM 55 TIL 80 ÁRA LESA BLAÐIÐ DAGLEGA.

Birna Dröfn og Þorvarður Pálsson blaðamenn.
Fréttablaðið/Stefán
Daníel Freyr Birkisson, Róbert Badí og Lovísa Arnardóttir.