Bíllinn sækir mikið af útliti sínu til fyrstu bíla Koenigsegg, bíla eins og CC8S og CCX, sem kom hingað til lands árið 2006 á Sportbílasýninguna í Laugardalshöll. Gafst þá undirrituðum tækifæri á að keyra bílinn frá Mývatni til Akureyrar, með Christian sjálfan í farþegasætinu.

Beinskiptingin er ekki bara til að sýnast því að þrír pedalar eru í gólfinu.

Það skal engan undra að margir vilji eignast eintak af þessum bíl því að fyrir aftan ökumann er V8-vél sem skilar tvöfalt meira afli en fyrsti bíllinn gerði, eða 1.366 hestöflum. Hægt er að fá bílinn með níu þrepa sjálfskiptingu eða sex gíra beinskiptingu. Með kerfi sem Koenigsegg kallar „Engage Drive System“ er hægt að breyta hlutföllum gíranna eftir því í hvaða akstursstillingu bíllinn er. Bíllinn verður aðeins 1.385 kíló svo að hann er næstum því hestafl á hvert kíló. Koenigsegg hefur ekki gefið upp aðrar tækniupplýsingar enn þá en búast má við upptaki í hundraðið á vel undir þremur sekúndum. Öll 70 eintökin eru þegar uppseld.