Enginn undir 31 árs aldri hefur þurft að fara í öndunarvél vegna COVID-19 hér á landi frá því að smit greindist hér fyrst í lok febrúar í fyrra. Flestir sem þurft hafa á öndunarvél að halda á Landspítala eru á aldrinum 66-70 ára, eða níu talsins. Alls hafa 26 einstaklingar farið í öndunarvél á Landspítalanum það sem af er faraldrinum og fjórir á Akureyri.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar alþingismanns um fjölda sýkinga og andláta af völdum kórónaveirunnar.

Fjórtán einstaklingar létust á Landspítala í kjölfar hópsmits sem upp kom á Landakoti og tveir létust á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Þá má einnig rekja andlát þriggja einstaklinga á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka til sömu hópsýkingar ásamt andláti einstaklings sem lést á Landspítala eftir smit á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ.

Alls hafa 29 einstaklingar látist hér á landi af völdum COVID-19.