Turninn sem ein­­kennir fangelsið Litla-Hraun mun brátt vera fjar­lægður og er er tákn um gamla tíma. Þetta sagði Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­­mála­ráð­herra á blaða­manna­fundi í Hegningar­húsinu um endur­­bætur og upp­­byggingu á Litla-Hrauni. Stefnt er að því að þeim verði lokið um mitt ár 2023.

Páll Win­kel fangelsis­­mála­­stjóri sagði nauð­­syn­­legt að ráðast í endur­­bætur á fangelsinu til að gæta öryggis. Byggð verður að­­staða fyrir geð­heil­brigði­s­teymi og heim­­sóknar­að­­staða bætt, einkum fyrir börn. Heim­­sóknir eiga sér nú stað í gámi á lóð Litla-Hrauns.

Meðal annars verður hólfa­skipting í fangelsinu aukin. Páll segir það nauð­syn­legt til að takast á við breytt lands­lag í vímu­efna­málum, nú sé Spice al­gengasta vímu­efnið sem smyglað er inn í fangelsi. Eitt gramm af því dugi í 400 skammta.

Byggt verður nýtt hús­næði fyrir geð­heil­brigði­s­teymi.
Fréttablaðið/Stefán Karlsson

Ekki geymslu­­staður

Ás­laug Arna sagði auk þess að fangelsi ættu ekki að vera geymslu­­staður fyrir fólk og endur­­bætur á Litla-Hrauni væru löngu tíma­bærar.

Af­­staða, fé­lag fanga, hefur kvartað til Um­­­boðs­­manns Al­þingis fyrir hönd sinna skjól­­stæðinga vegna þess að fólk á reynslu­­lausn er sent aftur í fangelsi vegna rann­­sóknar lög­­reglu á brotum sem eiga sér stað eftir að reynslu­­lausn hófst.

„Mitt við­horf til þess skiptir kannski litlu máli. Þetta er byggt á lögum, lögin eru svona. Við getum haft okkar skoðun á lögunum, við vinnum bara í sam­ræmi við þau,“ sagði Páll að­­spurður um málið.