Nokkuð hefur borið á því að túr­istar í hrað­prófum vegna Co­vid-19 kvarti yfir því að pinnum sé stungið of langt upp í nef þeirra. Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæslunnar segir það til marks um hve vel prófin eru fram­kvæmd.

„Þeir eiga að fara aftur í nef­kokið alveg,“ út­skýrir Óskar. Á pinnum starfs­fólks er lína og veit það þannig upp á hár hve langt það á að fara upp til að skila á­sættan­legum nður­stöðum.

Eftir því sem Frétta­blaðið kemst næst eru dæmi þess að ferða­menn hafi ausið úr skálum reiði sinnar yfir starfs­fólk heilsu­gæslunnar í skimunum. Óskar segir á­hersluna á nef­kokstrokuna mjög mikla.

„Í okkar prófum, hvort sem það eru PCR próf eða hr­að­greiningar­próf þá er það klár­lega besta leiðin til að tryggja að prófið sé vel gert og sé alveg ná­kvæmt. Það er mjög erfitt að fara mjög langt og þá þyrfti það að vera ein­hver fanta­skapur.“

Óskar segir aug­ljós­lega um vanda­samt verk að ræða. „En við leggjum mjög mikla á­herslu á að gera þetta rétt og vöndum okkur en fólk finnur að þetta er smá ó­þægi­legt.“

Hann segir þetta kýr­skýrt. „Ef maður fer of langt þá er maður kominn aftur í.....“

Heila?

„Já. Nei, það getur ekki gerst. Við erum gríðar­lega sátt við okkar starfs­fólk og sýnin eru metin reglu­lega. Þetta er ein­fald­lega bara vegna þess að þetta er vel gert.“