Innlent

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Almyrkvinn stendur yfir í klukkustund og ætti að vera sýnilegur öllum með berum augum, ef skýjafar leyfir.

Tunglmyrkvar gera tunglið rauðleitt. Fréttablaðið/Getty

Tunglmyrkvi hefst í nótt klukkan 2:37. Á milli klukkan 4:41 og 5:43 í nótt verður tunglið almyrkvað og þá rauðleitt á himnum. Þetta kemur fram í grein á Stjörnufræðivefnum.

Þeir sem sofa yfir sig geta næst séð almyrkva á tungli á Íslandi 16. maí 2022.

Tunglmykrkvar verða þegar sólin, jörðin og tunglið liggja hér um bil í beinni línu. „Tunglmyrkvar verða því aðeins þegar tungl er fullt og gengur inn í skugga Jarðar. Þrátt fyrir það verða tunglmyrkvar ekki mánaðarlega vegna þess að brautarplan tunglsins og brautarplan Jarðar eru ósamsíða,“ segir á vefnum.

Allir geta séð myrkvann með berum augum. Í umræddri grein er tekið fram að deildarmyrkvi hefjist klukkan 3:34. „Deildarmyrkvinn er mun greinilegri. Snemma í deildarmyrkvanum sérðu örugglega óræka sönnun þess að jörðin sem við byggjum er kúla.“

Klukkan 4:41 er tunglið allt í skugga jarðar og er þá almyrkvað. Það ástand mun vara í klukustund. „Þegar tunglið er allt komið út úr alskugganum hefst hálfskuggamyrkvi á ný. Smám saman færist myrkrið af tunglinu svo að lokum skín fullt tungl skært á himni eins og ekkert hefði í skorist. “

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Innlent

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilbrigðismál

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Auglýsing

Nýjast

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

​Fallast á vernd um Víkur­garð

Komst yfir upp­lýsingar um 422 börn í Mentor

Ís­land ver 30 milljónum til flótta­fólks frá Venesúela

Auglýsing