Kínverski tungljeppinn Yutu 2 hefur náð að bera kennsl á dularfullan ferning sem sást á sjóndeildarhringnum fyrir rúmum mánuði. Reyndist fyrirbærið vera steinn.

Myndir af steininum úr fjarlægð fóru víða og voru á margar kenningar um hvað þarna væri á ferð.

Yutu 2 lenti á fjarhlið tunglsins í janúar 2019 og hefur ferðast rúman kílómetra.