Erlent

Tug­þúsundir mót­mæla við­ræðum við að­skilnaðar­sinna

Tugþúsundir mótmæla nú á götum Madrídar á mótmælum sem skipulögð eru af hægri og öfgahægri flokkum. Mótmælendur krefjast kosninga og segja áætlun stjórnvalda að fara í viðræður við aðskilnaðarsinna jaðri við uppgjöf.

Mótmælendur hrópa margir hverjir „Lengi lifi Spánn.“ Hér má sjá Pablo Casado, formann Flokks fólksins, ræða við lýðinn.

Tugþúsundir hafa safnast saman á götum Madrídar, höfuðborg Spánar, til þess að mótmæla ákvörðun ríkistjórnarinnar að hefja viðræður við aðskilnaðarsinna í Katalóníu. Mótmælin eru á vegum flokkum á hægri, og öfgahægri væng stjórnmálanna, sem segja áætlanir Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, um að ræða við aðskilnaðarsinna í Katalóníu jaðra við landráð. Aðskilnaðarsinnar höfnuðu þó boði hans, þau vilja nýja kosningu um sjálstæða Katalóníu. 

Hæstiréttur Spánar hafnaði nýverið beiðni ákærðra leiðtoga katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar og nokkurra annarra samtala um að fá senda alþjóðlega eftirlitsmenn til að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir þeim. Fangelsisdóms er krafið yfir tólf Katalónum; tveimur aðgerðarsinnum og níu fyrrverandi ráðherrum auk forseta þingsins. Ríkissaksóknari Spánar, saksóknari dómsmálaráðuneytisins og lögmenn öfgaíhaldsflokksins Vox sækja málið. 

Fulltrúar frá Vox eru einnig á mótmælunum, sem eru haldin undir yfirskriftinni: „Fyrir sameinaðan Spán. Kosningar núna!“ Samkvæmt vef breska ríkisútvarpsins hafa mótmælendur fyllt aðaltorg Madrídar auk nærliggjandi gatna og margir þeirra hrópa „Lengi lifi Spánn.“ Lögregla segir heildarfjölda mótmælenda vera um 45 þúsund. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Spánn

Ekkert eftirlit verður með Katalóníumálinu

Katalónía

Puigdemont snýr aftur til Belgíu

Erlent

Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra

Auglýsing

Nýjast

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

Auglýsing