Tugir þúsunda komu saman á götum Vínar­borgar, höfuð­borgar Austur­ríkis, í dag til þess að mót­mæla sam­komu­tak­mörkunum þar í landi vegna Co­vid-far­aldursins.

Kveikjan að mót­mælunum voru hertar sam­komu­tak­markanir og út­göngu­bann sem tók gildi þar í landi í gær. Á sama tíma til­kynni ríkis­stjórn Austur­ríkis að í­búar landsins yrðu gerðir skyldugir til þess að láta bólu­setja sig og taka lög þess efnis gildi á fyrsta árs­fjórðungi næsta árs.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá lög­reglunni í Vín var fjöldi mót­mælenda, þegar mest lét, allt að 35 þúsund manns. Margir hverjir héldu á skiltum sem hvöttu til þess að af­þakka bólu­setningar og aðrir létu ó­á­nægju sína gagn­vart ríkis­stjórninni í té með slag­orðum á borð við „Nú er nóg komið“ og „Niður með fas­ista ein­ræðið.“

Þetta kemur fram í grein The Guar­dian.

Smitum hefur fjölgað mikið í Austur­ríki undan­farið og því hefur ríkis­stjórn landsins gripið til þessa ráðs. Rétt um 66 prósent Austur­ríkis­manna hafa þegið bólu­setningu og er til­gangur þessara hertu að­gerða liður í því að stuðla að hærra bólu­setningar­hlut­falli meðal íbúa.

Hlutfall bólusettra í Austurríki er með því lægsta sem þekkist meðal ríkja í vestan­verðri Evrópu.