Stórflóð í Suður Kína hafa neytt tugir þúsunda til að yfirgefa heimili sín og enn er búist við meiri rigningum á svæðinu. Í kringum milljón manns hafa orðið fyrir skemmdum á heimilum sínum í héruðunum Guangdong og Jiangxi.
Í Guangdong hefur skólum og skrifstofum verið lokað og almenningssamgöngur stöðvaðar. Vatnsborðið hækkar þar enn og hætta er á aurskriðum. Sum staðar hafa vegir farið í sundur.
Mörg svæðanna hafa ekki fengið verri flóð svo áratugum skiptir. Flóð eru algeng í Suður Kína á sumrin en þá eru þau yfirleitt nokkuð minni.

Miklar skemmdir hafa orðið á innviðum.
Fréttablaðið/Getty