Að minnsta kosti 21 eru látnir og 33 særðir eftir sprengju­á­rás á mosku í Kabúl, höfuð­borg Afgan­istan. AP greinir frá.

Á­rásin átti sér stað á mið­viku­dags­kvöld og að sögn vitna var sjálfs­morðs­sprengju­maður að verki. Fjöldi fólks var komin saman til bæna­stundar og eru börn á meðal látinna.

Enginn hefur tekið á­byrgð á á­rásinni, en slíkar á­rásir hafa átt sér stað í landinu síðan Tali­banar tóku völdin í landinu síðast­liðinn ágúst.

Frá yfir­töku Talí­bana í Afgan­istan hafa hryðju­verka­hópar tengdir Íslamska ríkinu aukið á­rásir gegn ríkis­stjórn Tali­bana og ó­breyttum borgurum. Í síðustu viku lýsti hópur öfga­manna á­byrgð á að hafa myrt þekktan Tali­bana klerk í trúar­mið­stöð hans í Kabúl.

Tals­maður Tali­bana í Afgan­istan, Za­bi­hullah Muja­hid for­dæmdi sprengju­á­rásina og sór að þeir sem bera á­byrgð á henni verði refsað fljótt.