Talið er að í það 23 hafi fallið í árás hryðju­­­verka­manna á stærsta her­­­spítalann í Kabúl, höfuð­­­borg Af­gan­istan, og 50 særst. Hryðju­­­verka­á­rásir hafa verið tíðar í landinu frá því að er­­­lent her­lið dró sig á brott þaðan í ágúst­­­lok.

Um þaul­­skipu­lagða árás var að ræða þar sem hlið Sardar Dawood Khan-sjúkra­hússins var sprengd og vopnaðir menn réðust þangað inn. Á­­rásin er ber merki hryðju­­verka­­sam­takanna ISIS-K að sögn tals­manns tali­bana. Að sögn vitna öskruðu á­rásar­­mennirnir „Allahu akbar“ og hófu skot­hríð. Þá varð önnur sprenging við inn­­gang spítalans nokkrum mínútum síðar.

Tali­banar sendu mikinn fjölda á staðinn og lokuðu af svæðinu um­hverfis spítalann. Þrjár þyrlur af Black Hawk gerð, sem skildar voru eftir af Banda­ríkja­mönnum er þeir yfir­gáfu landið, flugu yfir svæðið. Til á­taka kom milli á­rásar­mannanna og liðs­manna tali­bana sem freistuðu þess að stöðva á­rásina.

Að minnsta kosti fjórir menn gerðu árás á spítalann, hefur Wall Street Journal eftir liðs­manni tali­bana og féllu nokkrir fé­lagar hans í á­tökunum. Myndir og mynd­skeið frá Kabúl sýna reykjar­strók liðast upp af svæðinu ná­lægt spítalanum og á upp­tökunum má heyra skot­hvelli. Læknir sem var í byggingunni sagði AFP frétta­stofunni að hann hefði leitað skjóls í öryggis­rými á meðan á­rásin átti sér stað og hefði heyrt skot­hvelli.

ISIS-K hafa gert nánast dag­­lega á­rásir víða um Af­gan­istan að undan­­förnu. Þeim hefur verið beint gegn tali­bönum, sem nú fara með völd þar, og sjíta­múslimum sem þau telja ekki að­hyllast rétta íslams­­trú. Þau eru helsti and­­stæðingur tali­bana, sem lofað hafa því að tryggja öryggi í Af­gan­istan. Þeirra á meðal er árás sem gerð var á al­þjóða­flug­völlinn í Kabúl í ágúst þar sem meira en 150 manns létu lífið.

Með á­rásum sínum vilja ISIS-K koma í veg fyrir að tali­banar upp­­­fylli lof­orð sitt um öryggi og draga þannig úr trú­verðug­­leika þeirra sem valda­hafa. Her­­menn úr röðum hins sigraða af­ganska hers, margir hverjir þjálfaðir af Banda­­ríkja­­mönnum hafa undan­farið gengið til liðs við ISIS-K. Sam­tökin virðast búa yfir miklu fjár­­magni og bjóða mun hærri laun en tali­banar.