Yfir tuttugu sögur segja frá kyn­ferðis­of­beldi og á­reitni af hálfu Ingólfs Þórarins­sonar, sem er betur þekktur sem Ingó veður­guð. Allar eru þær eru nafn­lausar og eru birtar á sam­fé­lags­miðlinum Tik Tok undir not­enda­nafninu Öfgar, sem er hópur femín­ista.

Ný­lega greindi bar­áttu­konan Tanja Ís­fjörð, með­limur Öfga, frá því á Twitter að henni hefðu borist nokkrar sögur um of­beldis­fulla hegðun „á­kveðins Veður­guðs.“ Þar má ­ætla að um sé að ræða Ingó Veður­guð en nafn hans hefur iðu­lega skotið upp kollinum í seinni MeT­oo bylgjunni hér á landi og oftar en ekki talað um Veður­guð til að koma í veg fyrir meið­yrða­kæru.

Tanja kallaði eftir því að fleiri konur sendu henni sögur um téðan Veður­guð og birti sögurnar í dag í fimm Tik Tok mynd­böndum. Í mynd­böndunum er Ingó meðal annars sakaður um kyn­ferðis­lega á­reitni, líkams­of­beldi og nauðgun.

Þrá­látt stef í mynd­böndunum eru lýsingar á því að Ingó hafi gerst veru­lega á­gengur og í mörgum til­fellum verið rellinn og suðað þar til stúlkurnar ýmist létu undan eða gátu ekki varist honum lengur.

Yngsta í áttunda bekk

Margar sögurnar eiga það sam­eigin­legt að brota­þolar eru veru­lega ungir og oftar en ekki undir lög­aldri. Sú yngsta sem sagði sína sögu var í áttunda bekk í grunn­skóla.

„Þetta eru sögur meintra þol­enda sem ná yfir mörg ár. Meintir þol­endur skulda engum að stíga fram með sögur sínar að kjósa að gera það nafn­laust núna til að sýna um­fangið. Við trúum þol­endum,“ segir í upp­hafi hvers mynd­bands.

„Munum að það er ekki á hlut þol­enda að verja mann­orð geranda. Ger­endur skaða það sjálfir með gjörðum sínum. Töl­fræðin er þol­endum í hag leyfum þeim að njóta vafans.“

@ofgarofgar

Jesús allir lúserar landsins mættir að fella kónginn. #öfgar #islenskt #islenskttiktok

♬ Get You The Moon - Timmies
@ofgarofgar

Jesús allir lúserar landsins mættir að fella kónginn. #öfgar #islenskt #islenskttiktok

♬ Get You The Moon - Timmies