Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á sunnanverðu Snæfellsnesi. David Schwarzhans, þyrlflugmaður hjá Reykjavík Helicopters kom auga á hvalina í útsýnisflugi með ferðamönnum í dag. Hann tók myndirnar sem fylgja fréttinni.

Ekki hefur fengið staðfest hvenær hvalirnir strönduðu en af myndunum að dæma hafa þeir verið þar í þó nokkurn tíma en allir hvalirnir eru dauðir. Hvalirnir eru grafnir í sandinn og hafa þó nokkrir sprungið og eru garnirnar úti.

Löngufjörur eru langar eins og nafnið gefur til kynna og ná frá Skógarnesi og vestur undir Búðir. Svæðið er vinsælt meðal reiðmanna en engin útgerð er á svæðinu.

Þyrla frá Reykjavík Helicopters sést í bakgrunni en David Schwarzhans, þyrlflugmaður kom auga á hvalina í útsýnisflugi með ferðamönnum í dag.
David Schwarzhans