Yfir fimm­tíu eru látnir og yfir hundrað særðir eftir að lest með um 500 far­þega keyrði á mann­lausan flutninga­bíl ná­lægt borginni Hualien á Taí­van á föstu­dag.

Bíllinn var í eigu iðnaðar­manns sem hafði lagt honum án hand­bremsu á ná­lægu byggingar­svæði. Bíllinn rann stjórn­laust niður fjalls­hlíð og yfir á lestar­teinana. Nokkrum mínútum síðar keyrði lestin inn í hlið bílsins ná­lægt göngum.

„Margir krömdust undir lestar­sætunum í á­rekstrinum. Ofan á sætunum voru svo aðrir far­þegar þannig að þeir sem lentu undir krömdust og misstu með­vitund,“ sagði særður far­þegi í við­tali við taí­vönsku sjón­varps­stöðina EBC.

Á meðal látinna voru lestar­stjóri og að­stoðar­lestar­stjóri lestarinnar. Lestar­yfir­völd á Taí­van segja þetta vera mann­skæðasta lestar­slys í sögu landsins. Slysið átti sér stað á fyrsta degi ár­legrar trúar­há­tíðar þar sem fjöl­skyldur koma saman og heim­sækja graf­reiti ættingja sinna. Álag var því á lestar­kerfinu.