Tugir fanga hafa dáið að undan­förnu úr hungri í fangelsum á Haítí. Minnst átta dóu á einu fangelsi sem hefur glímt við al­var­legan matar­skort síðast­liðna tvo mánuði en fjöldi svipaðra dauðs­falla hafa þegar átt sér stað á árinu.

Öryggis­ráð Sam­einuðu þjóðanna segir 54 dauðs­föll vegna næringar­skorts skráð í fangelsum Haítí frá janúar til apríl síðast­liðinn. Auk matar­skorts spilar þrúgandi hiti undan­farinnar viku inn í ný­leg dauðs­föll.

Fangelsi landsins eru mjög þétt­setin og erfið­lega hefur gengið að tryggja mat, vatn og lyf til fanga. Tals­menn fangelsis­kerfisins kenna skorti á fjár­magni um stöðuna. Næstum þrefalt fleiri dvelja nú í fangelsum landsins en pláss gerir ráð fyrir.

Sársaukafullur dauði


Undan­farna mánuði hafa fangar þurft að reiða sig á fjöl­skyldu og vini fyrir mat og vatn en lögum sam­kvæmt eiga fangelsin að skaffa föngum vatn og tvær mál­tíðir á dag. Þar að auki gerir of­beldi og skipu­lögð glæpa­starf­semi að­stand­endum í mörgum til­fellum erfitt fyrir að koma mati til fangelsanna.

„Þetta er sárs­auka­fullur dauði,“ segir Michelle Kars­han í sam­tali við The Guar­dian. Hún er ein stofn­enda góð­gerða­sam­takanna Health Through Walls sem veitir föngum heil­brigðis­að­stoð.

„Líf­færin hætta að virka eitt af öðru. Það er skelfi­legur hlutur til að horfa upp á,“ segir Michelle. Hún segir nauð­syn­legt að fangelsis­kerfið og ríkis­stjórnin axli á­byrgð.