Tryggvi Páll Frið­riks­son, frum­kvöðull í björgunar­störfum og list­muna­sali, lést á heimili sínu í Kópa­vogi þann 7. apríl s.l. í kjöl­far stuttra veikinda, 75 ára að aldri.

Tryggvi Páll fæddist í Reykja­vík 13.3. 1945 og ólst þar upp, lengst af á Ás­valla­götu 17. For­eldrar hans voru Frið­rik Páls­son, lög­reglu­varð­stjóri og Margrét Tryggva­dóttir, sauma­kona og að­stoðar­maður skóla­tann­lækna. Tryggvi út­skrifaðist frá Verslunar­skóla Ís­lands 1965.

Tryggvi var verslunar­stjóri í Ljós­mynda­versluninni Geva­foto, sölu­maður hjá Heild­verslun Eggerts Kristjáns­sonar, fram­kvæmda­stjóri Heild­verslunarinnar Skip­holts hf. og hjá Efna­gerðinni Ilmu hf. Tryggvi rak með fé­lögum sínum Kaup­stefnuna sem setti upp ýmsar vöru­sýningar, m.a. Heimilis­sýningar í Laugar­dals­höll í lok níunda ára­tugs síðustu aldar.

Tryggvi varð skáti 12 ára, gekk til liðs við HSSR, Hjálpar­sveit skáta í Reykja­vík, er hann var 17 ára, og var sveitar­foringi hennar 1968-73. Tryggvi var for­maður LHS, Lands­sam­bands hjálpar­sveita skáta, á árunum 1973-89, beitti sér fyrir stofnun Björgunar­skólans 1977, Björgunar­hunda­sveitar Ís­lands 1980 og margra annarra sveita, víðs­vegar um landið. Í for­manns­tíð hans var lagður grunnur að mörgum fjár­öflunar­leiðum sem urðu til þess að styrkja mjög fjár­hags­stöðu aðildar­sveitanna.

Tryggvi var fé­lags­mála­stjóri LHS og Lands­bjargar, lands­sam­bands björgunar­sveita, á árunum 1987-92, varð skóla­stjóri Björgunar­skólans 1987, var um­sjónar­maður Björgunar 1990, fyrstu ráð­stefnu sinnar tegundar hér á landi, og fyrsti for­maður Lands­stjórnar björgunar­sveita 1989. Hann tók þátt í um 500 að­gerðum björgunar­sveitanna um nánast allt land, oft sem stjórnandi.

Tryggvi Páll og verk eftir Kjarval sem selt var þegar hann var listmunasali í Gallerí Fold

Tryggvi og Elín­björt, eigin­kona hans, festu kaup á Galleríi Fold við Rauðar­ár­stíg árið 1992 og hafa starf­rækt það síðan í fé­lagi við tengda­son sinn.

Eftir­lifandi eigin­kona Tryggva er Elín­björt Jóns­dóttir, vefnaðar­kennari og list­muna­sali. Börn þeirra eru Margrét Tryggva­dóttir, rit­höfundur og fyrrv. alþm., Elín Tryggva­dóttir, hjúkrunar­fræðingur á bráða­mót­töku Land­spítalans og Frið­rik Tryggva­son, varð­stjóri á Neyðar­línunni. Barna­börnin eru sjö talsins.