Tryggvi Harðar­son, fyrr­verandi sveitar­stjóri Reyk­hóla­hrepps, hefur gert kröfu um að fá greidd laun út kjör­tíma­bil sitt eða til júní 2022. Honum var sagt upp störfum um miðjan apríl síðast­liðinn eftir að hafa gengt starfi sveitar­stjóra frá septem­ber 2018. Bæjarins besta greinir frá.

Þrjá­tíu milljóna krafa

Erindi Tryggja var tekið fyrir á fundi sveita­stjórnar í gær og var, að sögn Ingi­bjargar B. Er­lings­dóttur, sem tók ný­lega við starfi sveitar­stjóra, ekki fallist á kröfuna.

Fyrrum sveitar­stjórinn fær sam­kvæmt ráðningar­samningi greiddan upp­sagnar­frest í þrjá mánuði en krafa hans hljóðar upp á um 30 milljónir að með­töldum launa­tengdum gjöldum fyrir framan­greint tíma­bil.

Ó­lög­mæt upp­sögn

Ingi­mar Ingi­mars­son, vara­odd­viti sveitar­stjórnar, taldi upp­sögn Tryggva ó­lög­mæta og benti á að rök­styðja þyrfti á­kvörðunina sam­kvæmt stjórn­sýslu­lögum og veita Tryggva and­mæla­rétt.

Meiri­hluti sveitar­stjórnar var því ó­sam­mála og sagði ráðninguna hafa verið pólitíska og upp­sögnin einnig. Því þyrfti ekki að rök­styðja hana frekar. Þá ætti and­mæla­réttur ekki við því Tryggvi hafi ekki verið sakaður um brot í starfi.