Stækka þarf þann hóp sem sorgarleyfi mun ná til samkvæmt umsögnum við frumvarp um sorgarleyfi.

Krabbameinsfélagið fagnar frumvarpi félags- og barnamálaráðherra um sorgarleyfi fyrir foreldra sem missa barn. Í umsögn félagsins kemur þó fram að á hverju ári missi um 100 börn foreldri hér á landi. Um 40 prósent foreldranna deyja úr illkynja sjúkdómum. Félagið segir því nauðsynlegt að sorgarleyfi nái til fleiri fjölskyldna, s.s. eftirlifandi foreldra til að styðja við börnin, slíkt geti skipt sköpum.

Mynd/Samsett/greining.is

Meginefni frumvarpsins er að tryggja foreldrum á innlendum vinnumarkaði, sem verða fyrir barnsmissi, sorgarleyfi í allt að sex mánuði sem og greiðslur til að koma til móts við tekjutap á umræddu tímabili í tengslum við fjarveru frá vinnumarkaði í kjölfar barnsmissis.

Þá bendir Greiningar-og ráðgjafarstofa ríkisins á sinni umsögn að frumvarpið kveði ekki skýrt á um rétt foreldra sem missa langveik fötluð börn sín sem þau hafa sinnt til margra ára með tilheyrandi tekjumissi.

Mynd/Samsett/einstokborn.is

Stuðningsfélagið Einstök börn, Stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma og sjalgæf heilkenni einnig á að frumvarpið þurfi að vera ítarlegra og vinna betur með rétt foreldra sem hafa verið í umönnunarhlutverki til fjölda ára, tekjumissi þeirra og tíma til að jafna sig, eins og það er orðið í umsögn þeirra. Hátt í 500 fjölskyldur eru í stuðningsfélaginu í dag.

Níu umsagnir bárust í samráðsgátt stjórnvalda vegna málsins, m.a. frá Samtökun atvinnurekenda, Þroskahjálp og ASÍ.