Innlent

Tryggja ekki öryggi ferðamanna

Formaður félags leiðsögumanna segir erlenda hópstjóra, sem í auknu mæli starfa hér á landi, ekki tryggja öryggi ferðamanna.

Fréttablaðið/Stefán

Leiðsögn, félag leiðsögumanna, hefur barist fyrir því að fagleg leiðsögn ferðamanna verði tryggð með lögverndun starfsheitisins. Í ályktun frá stjórn Leiðsagnar kemur fram að á síðustu misserum hafi það færst í aukana að erlendir ferðasalar hafi þarlenda hópstjóra með í ferðum sem þeir selja hér á landi í stað þess að ráða innanlands menntaða eða viðurkennda leiðsögumenn. 

 „Oftar en ekki er undirbúningur erlendra hópstjóra ófullnægjandi, þekking þeirra á staðháttum engin og samskiptahæfni þeirra takmörkuð,“ segir í ályktuninni. „Svo virðist sem stórir ferðasalar á Vesturlöndum ætli í auknum mæli að feta í fótspor Asíuríkja og bjóða hér ferðir án leiðsögumanna með staðarþekkingu.“

Indriði Haukur Þorláksson, formaður Leiðsagnar, segir þetta geta stofnað ferðamönnum í hættu þar sem þessir hópstjórar þekki ekki aðstæður hér á landi til fulls og hafa jafnvel ekki komið hingað til lands áður.

  „Þeir þekkja ekki landið og vita ekki hvernig á að snúa sér. Dæmi um þetta er þetta sorglega rútuslys í Skaftárhrauninu. Þar var hópur af kínverskum ferðamönnum með kínverskan hópstjóra sem þekkti ekki til,“ segir Indriði og vísar í alvarlegt umferðarslys sem varð undir lok síðasta árs þegar rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór út af veginum við árekstur við fólksbíl.

 „Það virðist vera að viðbrögð á slysstað hafi ekki verið með réttu lagi,“ segir Indriði, en hann segir erlenda hópstjóra ekki vita hvert þeir eigi að snúa sér ef eitthvað kemur upp á. „Ef svo ólíklega vill til að bílstjórinn, sem yfirleitt er íslenskur, geti ekkert aðhafst á þetta fólk í litlum möguleikum til þess að gera vart við sig. Þeir tryggja allavega ekki öryggi þeirra er eitthvað kemur fyrir.“

Leiðsögn krefst því að gæði íslenskrar ferðaþjónustu séu tryggð með því að lögvernda starfsheiti leiðsögumanna til þess að koma í veg fyrir að ófullnægjandi þjónusta sé í boði undir fölsku yfirskini. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Unnu skemmdar­verk á 20 logum Huldu Hákon

Innlent

Átti að út­­skrifast í maí en þarf nú að yfir­gefa landið

Innlent

Píratar og Við­reisn með sam­eigin­legt fram­boð í Ár­borg

Auglýsing

Sjá meira Fréttir

Erlent

Hafna því að Skripal hafi beðið um náðun frá Pútín

Erlent

Yeonmi Park fagnar fæðingu frjáls sonar

Erlent

Puigdemont flúinn frá Finn­landi

Innlent

Handtekinn í miðbænum með hníf í hendi

Erlent

Ganga til stuðnings hertri byssu­lög­gjafar í Banda­­ríkjunum

Alþingi

Ólíklegt að 16 ára fái að kjósa

Auglýsing