Ný­verið voru á þingi sam­þykkt ný lög um sam­skipta­ráð­gjafa í í­þrótta- og æsku­lýðs­starfi. Mark­mið laganna er að tryggja að í­þrótta- og æsku­lýðs­starf sé öruggt um­hverfi þar sem börn, ung­lingar og full­orðnir, óháð kyni eða stöðu að öðru leyti, geta stundað í­þróttir eða æsku­lýðs­starf og leitað sér að­stoðar eða réttar síns vegna kyn­ferðis­legrar á­reitni og of­beldi sem þar koma upp án ótta við af­leiðingarnar.

Sam­kvæmt þeim mun ráð­herra setja á fót starf sam­skipta­ráð­gjafa í­þrótta- og æsku­lýðs­starfs til fimm ára í senn. Segir í lögunum að sam­skipta­ráð­gjafi í­þrótta- og æsku­lýðs­starfs skuli hafa há­skóla­menntun og þekkingu sem nýtist í starfi.

Frum­varpið var lagt fram í haust í kjöl­far vinnu hóps sem mennta- og menningar­mála­ráð­herra skipaði í kjöl­far #églíka-yfir­lýsingar í­þrótta­kvenna haustið árið 2018. Starf sam­skipta­ráð­gjafa var meðal til­lagna hópsins.

„Það er kapps­mál okkar að tryggja öryggi iðk­enda í í­þrótta- og æsku­lýðs­starfi og sjá til þess að um­gjörð og að­stæður á þeim vett­vangi séu sem bestar fyrir þátt­tak­endur og starfs­fólk. Þessi nýju lög eru mikið fram­fara­spor, með þeim tryggjum við skýrari ferla, betri upp­lýsinga­gjöf og hlut­leysi í málum sem oft geta verið við­kvæm og flókin. Með þessum lögum sendum við jafn­framt skýr skila­boð um að á­reitni og of­beldi sé ekki liðið í­þrótta- og æsku­lýðs­starfi. Ég vil þakka þeim fjöl­mörgu sem komu að þessu máli og lögðu því lið,“ segir Lilja Al­freðs­dóttir mennta- og menningar­mála­ráð­herra, í til­kynningu sem birt var á heima­síðu ráðu­neytis hennar fyrr í dag.

Lögin taka gildi 1. ágúst á þessu ári.

Tilkynning ráðuneytisins er aðgengileg hér í heild sinni.