„Ég held og er raunar þess fullviss að það sem er mikilvægast í þessu efni öllu er það að fólk byggi umræðna á staðreyndum og ég held að það sé gott og mikilvægt veganesti fyrir alla sem eru í forystu í samfélaginu eða í heilbrigðisþjónustunni að byggja umræðu sína á staðreyndum", sagði Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag.

Tilefnið var fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar um hvers vegna greiningar á leghálssýnum voru fluttar úr landi og af hverju ekki væri hlustað á fagstéttir í heilbrigðiskerfinu sem gagnrýndi það.

Svandís sagði að farið hefði verið eftir leiðbeiningum skimunarráðs og Landlæknis um skimanirnar sem verði á heilsugæslunum um allt land núna. „Leghálssýnin verða rannsökuðu á vottaðri rannsóknarstofu sem greinir núna sýni frá Stokkhólmi, frá Gautaborg, skáni auk sýna frá Danmörku. Þetta tryggir rétta greiningu sem er mikilvægasta hagsmunamál okkar allra, svarið berst samkvæmt samningi innan þriggja vikna og þannig verður það," sagði ráðherra.

Svandís benti á að svartíminn hjá Krabbameinsfélagi Íslands hafi á tímabilum verið upp í fjóra mánuði vegna mistaka í haust sem leið að það þurfti að endurskoða tæplega 5.000 sýni. „Það var raunveruleikinn“, Sagði Svandís.

Þorbjörg benti á ummæli formanns læknaráðs Landspítalans sem sagði að stórt slys væri í uppsiglingu og að mati ráðsins væri nýtt fyrirkomulag aðför að heilsu kvenna. Hún benti á að Læknafélag Íslands hafi ályktað að með því að senda rannsóknarhluta krabbameinsleitar í leghálsi til útlanda séu mikilvæg störf lögð niður og flutt úr landi. Álit kvensjúkdóma, fæðingarlækna og Félags íslenskra rannsókna lækna er samhljóma.

„Það er mjög stórt sagt þegar fólk notar gífuryrði sem snúast um öryggi fólks og það á að fara varlega með gífuryrði í þeim efnum,“ sagði Svandís.

Krefur ráðherra um skýrslu

Óskaði Þorbjörg Sigríður eftir skýrslu frá heilbrigðisráðherra um forsendur og áhrif þess að færa greiningu sýnin úr landi og breytt fyrirkomulag skimana og mun ráðherra verða við því.

Þorbjörg spurði hvernig ráðherra sæi fyrir sér að byggja megi upp traust aftur til þessa kerfis í ljósi þungrar gagnrýni sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins.

Ráðherra svaraði því til að byggja megi upp traustið með því að fjölga greiningarstöðum og þeim hafi fjölgað fyrir konur á höfuðborgarsvæðinu. „Það eru 19 fleiri staðir þar sem konur geta farið í skimun vegna leghálskrabbameina þannig að ég fullyrði að staðan verður ódýrari þjónusta, aðgengilegri þjónusta og öruggari þjónusta.“