Ólöfu Helgu Adolfs­dóttur, trúnaðar­manni í hl­að­deild Icelandair á Reykja­víkur­flug­velli, einu fast­ráðnu hlað­konu fé­lagsins á vellinum, var í ágúst síðast­liðnum sagt upp störfum á sama tíma og hún var í við­ræðum við fyrir­tækið um réttinda­mál starfs­fólks.

Hlað­mönnum hefur fækkað ört á vellinum síðari ár og vinnu­að­stæður verka­fólks orðið æ verri að sögn sam­starfs­manna og Ólafar. Ólöf segir að Icelandair hafi orðið marg­saga um á­stæður upp­sagnarinnar. Stéttar­fé­lag hennar, Efling, telur upp­sögnina ó­lög­mæta og marka ný og dimm spor í sögu at­vinnu­lífs hér á landi vegna inn­grips Sam­taka at­vinnu­lífsins sem styðji upp­sögnina.

Vinnu­að­stæður versnað

Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Ólöf að hún hafi gegnt stöðu trúnaðar­manns frá 2018. Ýmis vanda­mál hafi komið upp, undan­farna mánuði hafi hún unnið tölu­vert í máli sem hafi verið mikið ó­sætti um.

„Yfir­menn vildu koma verk­efnum yfir á okkur i hl­að­deildinni og við vorum að reyna að stoppa það. Málið snýst um at­riði eins og að við bætum á okkur að lyfta hreyfi­hömluðu fólki upp í flug­vél, allt frá börnum upp í 200 kíló­gramma mann­eskjur. Þetta getur verið mjög erfitt og spyr spurninga um vinnu­vernd. Við þurfum að fara tröppur sem dúa undir okkur, það átti sem sagt að færa þessi störf yfir á okkar deild en við töldum það ekki í lagi, því við sinnum fyrir mjög erfiðu starfi sem ekki er á bætandi.“

Þá kom annað sjokk

Á meðan hlað­menn biðu eftir svörum frá Icelandair og málið fór til lög­fræðings átti á sama tíma að breyta vak­ta­kerfinu að sögn Ólafar. „Ég er í sam­bandi við stéttar­fé­lagið okkar, Eflingu, vegna þessa en fæ svo sím­tal, fyrsta daginn minn í sumar­fríi, um að ég eigi von á upp­sagnar­bréfi. Ég hef aldrei verið rekin úr starfi áður, þannig að þetta var mikið sjokk.“

Ólöf segir að fyrstu svör Icelandair hafi verið að á­stæða upp­sagnar hennar hafi verið trúnaðar­brestur sem þó hafi ekki verið skýrður nánar. Svo berist henni upp­sagnar­bréfið en áður hafi Icelandair kallað saman sam­starfs­menn hennar og þeim verið til­kynnt að hún hafi verið rekin vegna al­var­legs trúnaðar­brests. Þá hafi komið annað sjokk og enn meira: „Ég hef alltaf reynt að vera heiðar­leg og reynt að vinna vinnu mína vel.“

Flugfarþegar eiga mikið undir góðri þjónustu hlaðmanna.
Fréttablaðið/Anton Brink

Sögð hvöss í tali

Skýringar Icelandair breyttust svo. Eftir upp­sagnar­bréfið bað Ólöf um fund um á­stæðuna. Fundinn sátu meðal annars mann­auðs­stjóri Icelandair, lög­fræðingur frá Sam­tökum at­vinnu­lífsins og kjara­mála­full­trúi frá Eflingu.

„Þá sögðu þau að þetta væri vegna sam­skipta­örðug­leika. Ég væri hvöss í tali og erfið, fólk veigraði sér við að eiga sam­skipti við mig í tal­stöð. Þegar spurt var um meinta trúnaðar­brestinn sögðust þau ekki kannast við hann, sem er al­gjört kjaft­æði. Ég er með mörg vitni úr hl­að­deildinni sem segja annað.“

Á þessum fundi kom fram að Ólöf væri trúnaðar­maður og sam­kvæmt lögum þyrfti mjög sterkar á­stæður til að segja henni upp, sem yrðu að vera ó­tengdar réttinda­bar­áttu hennar sem trúnaðar­manns. Icelandair hafi þá borið því við að sam­kvæmt þeirra skilningi væri hún hætt sem trúnaðar­maður af því að hún hefði gegnt því em­bætti í tvö ár og þá eigi að skipta.

Hins vegar sé það þannig hjá hlað­mönnum að ef enginn nýr bjóði sig fram hafi allir verið sam­mála um að hún héldi á­fram sem trúnaðar­maður enda hafi hún alltaf verið mjög virk sem slík. Sama fólk og hafi á­varpað hana í póstum sem trúnaðar­mann hafi haldið fram að það hafi ekki vitað að hún væri trúnaðar­maður. Eftir standi að það sé mjög al­var­legt að segja upp trúnaðar­manni án á­stæðu.

Á­taki hrundið af stað í dag

„Nú höfum við fengið svör um að þau ætli ekki að draga upp­sögn sína til baka sem er mjög leiðin­legt. Strákarnir í hl­að­deildinni hafa aftur á móti staðið mjög þétt við bakið á mér og hafa verið ó­trú­lega dug­legir,“ segir Ólöf, sem var eina fast­ráðna konan í hópi hlað­manna á Reykja­víkur­flug­velli þegar henni var sagt upp.

Sam­starfs­menn Ólafar bera henni sér­lega vel söguna vegna dugnaðar, heiðar­leika og bar­áttu­anda og munu opna í dag vef­síðu í fé­lagi með Eflingu þar sem barist verður fyrir því að hún fái starf sitt til baka.
Myndi hún þiggja starfið ef á­takið leiddi til þess að henni yrði boðið starfið á ný?

„Já, mér líður ekki illa í vinnunni þrátt fyrir þetta allt. Ég vonast til að þetta séu mis­tök og yfir­sjón. Ef þeir eru til­búnir að viður­kenna það og draga upp­sögnina til baka þá er ég sátt. Maður kann þetta starf svo vel.“

Viðar Þorsteinsson hjá Eflingu segir mál Ólafar mjög alvarlegt og fordæmalaust hvað varðar inngrip Samtaka atvinnulífsins.
Fréttablaðið/Aðsend

Opni gátt inn í dimman kafla

Efling segir málið opna nýjan og dimman kafla í sögu at­vinnu­lífs hér á landi. „Sér­stak­lega í ljósi þess að upp­sögnin og at­lagan að verka­fólki á plani er studd með ráðum og dáðum af Sam­tökum at­vinnu­lífsins,“ segir Viðar Þor­steins­son hjá Eflingu.

Með því vísar hann í að SA hafi á fundum stutt Icelandair dyggi­lega í upp­sögn Ólafar. Lög­maður sam­takanna hafi verið við­staddur við­tal um á­stæður upp­sagnar og hafi ritað svar­bréf til lög­manns Eflingar fyrir hönd Icelandair. Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, hafi lýst stuðningi við upp­sögnina.

Efling hefur tekið saman nokkur efnis­at­riði vegna máls Ólafar og fara sum þeirra hér á eftir:

*Sem trúnaðar­maður njóti Ólöf upp­sagnar­verndar.

*Ó­heimilt sé að segja henni upp vinnu vegna starfa sem trúnaðar­maður. Komi til upp­sagnar af öðrum á­stæðum þurfi þær að vera mjög veiga­miklar og mál­efna­lega rök­studdar. Engar slíkar á­stæður séu fyrir hendi.

*Enginn rök­stuðningur sé fyrir trúnaðar­bresti og Ólöf hafi aldrei verið á­minnt.

*Rang­lega sé full­yrt að Ólöf sé ekki trúnaðar­maður – vísað í form­kröfur sem ekki eru til.

*Fyrir­tækið hafi titlað og á­varpað Ólöfu sem trúnaðar­mann.

*Fyrir­tækið hafi til­kynnt Ólöfu sem öryggis­trúnaðar­mann.

*Sam­tök at­vinnu­lífsins séu með í ráðum og fyrri yfir­lýsing vegna flug­freyju­deilu sé gleymd.

*Málið hafi verið rætt á fundi mið­stjórnar Al­þýðu­sam­bandsins 15. septem­ber síðast­liðinn.

Frétta­blaðið náði ekki tali af stöðvar­stjóra Icelandair á Reykja­víkur­flug­velli, sem sögð var í fríi.