Guðni Einars­son, trúnaðar­maður Blaða­manna­fé­lags Ís­lands (BÍ) á Morgun­blaðinu, hefur sagt af sér vegna af­skipta stjórnar BÍ af aug­lýsinga­birtingu Sam­herja á mbl.is. Af­sagnar­bréf hans til stjórnarinnar hefur verið birt á vef fé­lagsins og segir að það sé svo að öll sjónar­mið fé­laga fái að heyrast í málinu.

Stjórn BÍ á­lyktaði á föstu­dag um að Ár­vakur hafi birt á vef sínum aug­lýsingu Sam­herja sem er hluti af ó­frægingar­her­ferð gegn Helga Seljan og fé­lögum hans í Kveik.

Guðni segir í bréfi sínu að á­stæða upp­sagnar hans séu af­skipti fé­lagsins af aug­lýsinga­birtingunni og að með því að skipta sér af henni hafi stjórn fé­lagsins farið langt út fyrir sitt hlut­verk, að hans mati, og að hann geti ekki treyst sér til að verja þau sem full­trúi fé­lagsins á hans vinnu­stað.

Hann segir að sam­kvæmt lögum sé til­gangur fé­lagsins að gæta „fag­legra og stéttar­legra hags­muna fé­lags­manna í hví­vetna" (1. gr.)! og að standa vörð um prent- og tjáningar­frelsi" (1.2 b gr.) og að hafa á­hrif á opin­bera stefnu og sam­fé­lags­lega um­ræðu um fjöl­miðlun og tjáningar­frelsi" (1.2 d). Síðast en ekki síst: Að standa vörð um rit­stjórnar­legt frelsi og sjálf­stæði fjöl­miðla" (1.2 e).

Hann spyr hvort að stjórnin hafi í á­lyktun sinni verið að gæta hags­muna allra fé­lags­manna eða hvort hún hafi verið að standa vörð um prent- og tjáningar­frelsi.

„Var hún að slá skjald­borg um sjálf­stæði fjöl­miðla? Með á­kvörðun sinni tel ég að stjórnin hafi brotið gegn lögum eigin fé­lags. Hún ætti að sjá sóma sinn í að draga gagn­rýni sína til baka og að ein­beita sér að til­gangi fé­lagsins,“ spyr Guðni.

Kínamúr á milli ritstjórnar og auglýsingadeildar

Hann segir að þegar hann hafi byrjað í blaða­mennsku hafi hann lært að „Kína­múr“ sé á milli rit­stjórnar og aug­lýsinga­deildar.

„Blaða­menn skiptu sér ekki af aug­lýsingum og skrifuðu ekki aug­lýsinga­efni og öfugt. Þessi regla hefur al­mennt gilt á rit­stjórnum sem hafa ein­hvern metnað og sjálfs­virðingu. Telji menn að til­teknar aug­lýsingar séu meiðandi eða ó­sannar þá eru leiðir til að taka á því, t.d. fyrir dóm­stólum,“ segir Guðni.

Hann víkur svo að erfiðum rekstrar­skil­yrðum einka­rekinna fjöl­miðla og segir að með því að skipta sér af tekju­öflun ein­stakra miðla sé fé­lagið komið langt út fyrir sitt verk­svið.

Til­kynningin er að­gengi­leg hér í heild sinni.