Erlent

Trump víkur Tillerson úr starfi

Forsetinn greinir frá því á Twitter-síðu sinni og segir að Mike Pompeo, forstjóri CIA, muni taka við sem utanríkisráðherra.

Trump hefur í gegnum tíðina rekið fjölmarga. Til að mynda í raunveruleikaþáttunum The Apprentice sem hann stýrði.

Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur vikið Rex Tillerson úr embætti utanríkisráðherra. Forsetinn greinir frá ákvörðuninni á Twitter-síðu sinni og segir þar að Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, muni taka við embættinu.

Gina Haspel mun taka við starfi Pompeo hjá CIA og verður hún fyrsta konan til þess að gegna því staðfesti þingið ráðningu hennar.

Ákvörðunin legið í loftinu

Trump þakkar Tillerson fyrir unnin störf, en fjölmiðlar hafa ítrekað fjallað um gjánna sem myndast hefur þeirra á milli. Gekk sú saga manna á milli í fyrra að Tillerson hefði kallað Trump „fábjána“. Inntur eftir svörum hvort eitthvað væri til í því neitaði Tillerson að svara. Eiga orð Tillerson að hafa farið illa ofan í Trump sem skoraði á utanríkisráðherra sinn í greindarpróf.

Það er því óhætt að segja að ákvörðunin hafi legið í loftinu en Pompeo var orðaður við embættið undir lok síðasta árs. Hugmyndafræðilegur ágreiningur Tillerson og Trump í utanríkismálum hefur beinlínis ekki verið leyndarmál. 

Að sama skapi vakti ráðningin á Tillerson upphaflega mikla athygli en hann var mjög þekktur úr viðskiptalífinu. Gegndi hann starfi forstjóra hjá olíufélaginu Exxon Mobil. Í gegnum starfið hafði hann öðlast sterk tengsl til olíuríkisins Rússlands og Pútíns forseta.

Mike Pompeo. Fréttablaðið/Getty

Pompeo „rétti maðurinn í starfið“

Í frétt New York Times segir að Trump hafi viljað umkringja sig nýju fólki fyrir komandi fund með Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu.

Eys hann Pompeo lofi í yfirlýsingu sem send var frá Hvíta húsinu. 

„Ég hef fengið að kynnast Mike afar vel síðustu fjórtán mánuði og ég er handviss um að hann sé rétti maðurinn í starfið að svo stöddu. Hann mun taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi með því að styrkja tengslin við vinabandalög, mæta andstæðingum og leitast eftir því að afvopna Kóreuskagann af kjarnavopnum.“

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Segja Trump hafa sam­þykkt fund með Kim Jong-un

Erlent

Þvingunum ekki hætt fyrir fundinn með Kim

Bandaríkin

Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda

Auglýsing

Nýjast

Tekinn aftur á ríflega 130 á Reykjanesbraut

Lög­reglan leitaði að „Stúfi“ í Bú­staða­hverfi

Segja asbest í barnapúðri Johnson & Johnson

Tekinn á 132 með vélsleðakerru í eftirdragi

Kældi brennandi bíl með snjó

Glæ­ný Boeing-þota nauð­lendir í Íran

Auglýsing