Donald Trump hefur rekið tvo starfs­menn Hvíta hússins sem vitnuðu gegn honum í réttar­höldunum fyrir öldunga­deild Banda­ríkja­þings. Hann hefur nú í kvöld varið þá á­kvörðun sína.

Mennirnir sem Trump sagði upp voru Alexander Vind­man, ofursti og sér­fræðingur í mál­efnum Úkraínu og Gor­don Sond­land, fyrr­verandi sendi­herra Banda­ríkjanna hjá Evrópu­sam­bandinu.

Trump segir að Vind­man hafi sagt rang­lega frá „fullkomnu“ símtali sínu við forseta Úkraínu. Um­rætt sím­tal var þunga­miðja réttar­haldanna yfir honum en hann er þar sagður hafa þrýst á Volodo­myr Zelenski, for­seta Úkraínu, að hefja rann­sókn á Joe Biden.

Í vitnis­burði sínum sagðist Vind­man hafa orðið á­hyggju­fullur þegar hann heyrði sím­tal Trump við Zelen­sky og sagði það hafa verið „ó­við­eig­andi.“

Sondland sagði í vitisburði sínum að það væri enginn vafi á því að Trump hafi þrýst á Zelen­sky að hefja rann­sókn sem myndi gagnast sér persónulega, og þar með misnotað vald sitt.

Trump er sagður vilja gera breytingar á starfs­liði sínu í Hvíta húsinu nú þegar hann hefur verið sýknaður af á­kærum um em­bættis­glöp og að hindra fram­gang rétt­vísinnar. Hefur orð­rómur verið í gangi um að hann í­hugi nú að segja upp starfs­manna­stjóra sínum, Mick Mul­va­n­ey. Því neitar Trump og segir að sá orðrómur sé rangur.