Donald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur verið harð­lega gagn­rýndur fyrir að segja að Geor­ge Floyd hefði verið á­nægður með stöðuna í Banda­ríkjunum í dag en að því er kemur fram í frétt Guar­dian nýtti Trump blaða­manna­fund í dag til að lýsa yfir sigri gegn kóróna­veirunni og mót­mælum í landinu.

Líkt og áður hefur verið greint frá hefur fjöldi fólks safnast saman síðast­liðna tíu daga til að mót­mæla dauða Floyd en hann lést eftir að lög­reglu­maður kraup á hálsi hans við hand­töku. Trump hótaði fyrr í vikunni að senda her­menn inn í borgir til að ná stjórn á ó­eirðum og vakti það hörð við­brögð.

„Vonandi er Geor­ge að horfa niður núna og segja, 'þetta er frá­bært fyrir okkar þjóð' ... Frá­bær dagur fyrir hann, frá­bær dagur fyrir alla. Þetta er frá­bær dagur fyrir alla,“ sagði Trump á fundinum og vísaði til jafn­réttis eftir að hafa greint frá því að at­vinnu­leysi hafi minnkað í kjöl­far kóróna­veirufar­aldursins.

Þrátt fyrir að Trump hafi hrósað sigri gegn kóróna­veirunni og til­kynnti að mót­mælunum væri lokið er enn tölu­vert at­vinnu­leysi í Banda­ríkjunum, eða rúm­lega þrettán prósent, og fólk mót­mælir enn víða í Banda­ríkjunum vegna dauða Floyd.

Eftir á­varp sitt gaf Trump blaða­mönnum ekki tæki­færi til að spyrja spurninga og fór um leið og hann lauk máli sínu. Blaða­menn gátu því ekki spurt nánar út í um­mæli for­setans, sem voru vægast sagt um­deild.