Donald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur ráðið sér nýjan kosninga­stjóra fyrir komandi for­seta­kosningar í Banda­ríkjunum. Bill Stepien tekur við starfinu af Brad Pars­ca­le, sem hefur verið kennt um lé­lega mætingu á fjölda­fundi Trumps undan­farið.

Stepien gegndi stóru hlut­verki í síðustu kosninga­bar­áttu Trumps árið 2016. Vonast er til þess að Stepien geti blásið lífi í her­ferð Trumps en sam­kvæmt skoðana­könnunum er mót­fram­bjóðandi hans, Joe Biden, með mikið for­skot.

Trump til­kynnti ráðningu Stepi­ens á Twitter í morgun. Þar segir hann að Pars­ca­le verði á­fram hluti af teymi sínu fyrir komandi kosningar.

Stepien var ráðinn inn í kosninga­t­eymi Trumps fyrir síðustu for­seta­kosningar á svipuðum tíma í ferlinu; ör­fáum mánuðum fyrir kosningarnar. Þá var uppi svipuð staða í skoðana­könnunum þar sem Trump mældist með tölu­vert minna fylgi en mót­fram­bjóðandi sinn.

Frétt BBC um málið.