Alejandro Giammattei, for­seti Gvate­mala, gagn­rýnir Donald Trump Banda­ríkja­for­seta og banda­rísk stjórn­völd harð­lega fyrir að hafa sent flótta­menn með kórónu­veiru­smit aftur til síns heima­lands. Trump hefur látið senda fjölda ferða­manna frá Gvate­mala aftur þangað og hafa 119 þeirra reynst smitaðir af kórónu­veirunni.


„Við skiljum að Banda­ríkin vilji senda fólk út landinu en við skiljum ekki hvers vegna þeir senda okkur heilu flug­vélarnar af smituðu fólki,“ sagði Giam­metti. Þrátt fyrir heims­far­aldurinn og til­raunir Giam­met­tei til að hindra flug frá Banda­ríkjunum halda banda­rísk stjórn­völd á­fram að senda flótta­menn til baka til landsins.


Af þeim rúm­lega 2500 smitum sem hafa greinst í Gvate­mala hafa 119 komið með flugi frá Banda­ríkjunum, um 5 prósent allra smita í landinu. Heil­brigðis­kerfi landsins stendur afar illa og kvartar Giam­met­tei yfir því að Banda­ríkja­menn hafi með þessu gert stöðuna í landinu enn verri.


Banda­ríska sendi­ráðið sendi ný­lega frá sér til­kynningu þar sem því var lýst yfir að stjórn­völd ætluðu sér að að­stoða Gvate­mala í á­standinu með birgðum af sjúkra­vörum og þjálfun sjúkra­liða.


Hann segir þá að Gvate­mala hafi ekki einu sinni borist ein and­lits­gríma frá Banda­ríkjunum hvað þá önnur að­stoð til að takast á við far­aldurinn. „Flótta­mennirnir sem hafa verið sendir til baka hafa reynst okkur mikið vanda­mál,“ segir hann. „Banda­ríkja­menn hafa ekki komið vel fram við okkur.“


Smit hafa einnig greinst meðal flótta­manna sem sendir voru til baka til Mexíkó, Kólumbíu, Haiti og Jama­icu. Bamda­ríkin hafa þá skipu­lagt átta flug­ferðir fyrir að minnsta kosti 133 flótta­menn til Mexíkó á næstu dögum að eigin sögn til að „tak­marka út­breiðslu kórónu­veirunnar“.

Frétt The New York Times um málið.