Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fyrirgefur Benjamin Netanyahu, fyrrverandi forsætisráðherra og eitt sinn hans helsta bandamanns, ekki tíst eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári.
Í viðtali við ísraelska blaðamanninn Barak Ravid í tilefni nýrra bókar blaðamannsins um friðarferlið í Miðausturlöndum, Trump's peace: The Abraham Accords and the Reshaping of the Middle East, hjólaði hann í Netanyahu og sparaði ekki stóru orðin.
Congratulations @JoeBiden and @KamalaHarris. Joe, we’ve had a long & warm personal relationship for nearly 40 years, and I know you as a great friend of Israel. I look forward to working with both of you to further strengthen the special alliance between the U.S. and Israel.
— Benjamin Netanyahu (@netanyahu) November 8, 2020
„Fyrstur til að óska [Joe Biden] til hamingju var Bibi [Benjamin] Netanyahu, maður sem ég gerði meira fyrir en nokkurn annan sem ég átti í samskiptum við...Bibi hefði átt að þegja. Hann hefur gert hræðileg mistök. Hann gerði þetta mjög snemma. Fyrr en aðrir. Ég hef ekki talað við hann síðan. Hann má fokka sér.“
Það er þó ekki rétt hjá Trump að Netanyahu hafi verið fyrsti þjóðarleiðtoginn til að óska Biden til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum - sigur sem Trump hefur aldrei sætt sig við. Netanyahu sendi sömuleiðis kveðju til Trump þar sem hann þakkaði honum fyrir gott samstarf.
„Enginn gerði meira fyrir Bibi. Ég kunni vel við Bibi. Ég kann enn vel við Bibi. En ég kann einnig vel við tryggð“, sagði Trump enn fremur í viðtalinu.
Thank you @realDonaldTrump for the friendship you have shown the state of Israel and me personally, for recognizing Jerusalem and the Golan, for standing up to Iran, for the historic peace accords and for bringing the American-Israeli alliance to unprecedented heights.
— Benjamin Netanyahu (@netanyahu) November 8, 2020