Bandarísk alríkisyfirvöld rannsaka nú mál sækúar í Flórída sem sást á dögunum með nafn Bandaríkjaforseta ristað í bak sitt. Málið er litið afar alvarlegum augum, að því er fram kemur í frétt BuzzfeedNews um málið.
Hefur miðillinn eftir talsmanni dýra-og náttúruverndarstofnunar Bandaríkjanna að dýrið sé ekki alvarlega slasað. Nafnið hafi verið rist í lag sæþörunga sem dvelji á húð dýrsins.
Haft er eftir Hailey Warrington, skipstjóra á báti í Homosassa ánni, að hún hafi tekið eftir merkingunni á dýrinu þar sem hún var með hópferð á sunnudaginn. Hún hafi oft séð dýrið áður.
„Þetta var mjög óeðlileg sjón,“ segir hún og bætir við að jafnvel þó dýrið sé ekki slasað sé ljóst að það sé í uppnámi. Sækýr eru verndaðar með lögum í Bandaríkjunum, enda í útrýmingarhættu.
Þær eru ferðast hægt, eru gróðurætur og stafar þeim mesta hættan af mönnum, að því er fram kemur í frétt miðilsins. Heita yfirvöld 5000 Bandaríkjadollurum, eða því sem nemur rúmum 640 þúsund íslenskum krónum, þeim sem getur gefið upplýsingar sem leiða til handtöku.
Wildlife officials are searching for the person who scraped the word "TRUMP" onto a manatee's back in the Homosassa River in north Florida.
— FOX 35 Orlando (@fox35orlando) January 12, 2021
STORY: https://t.co/uZnvQ94V3V
🎥: Hailey Warrington pic.twitter.com/rbKO9we7eo