Banda­rísk al­ríkis­yfir­völd rann­saka nú mál sækúar í Flórída sem sást á dögunum með nafn Banda­ríkja­for­seta ristað í bak sitt. Málið er litið afar al­var­legum augum, að því er fram kemur í frétt Buzz­feed­News um málið.

Hefur miðillinn eftir tals­manni dýra-og náttúru­verndar­stofnunar Banda­ríkjanna að dýrið sé ekki al­var­lega slasað. Nafnið hafi verið rist í lag sæþörunga sem dvelji á húð dýrsins.

Haft er eftir Hail­ey Warrington, skip­stjóra á báti í Homosassa ánni, að hún hafi tekið eftir merkingunni á dýrinu þar sem hún var með hóp­ferð á sunnu­daginn. Hún hafi oft séð dýrið áður.

„Þetta var mjög ó­eðli­leg sjón,“ segir hún og bætir við að jafn­vel þó dýrið sé ekki slasað sé ljóst að það sé í upp­námi. Sæ­kýr eru verndaðar með lögum í Banda­ríkjunum, enda í út­rýmingar­hættu.

Þær eru ferðast hægt, eru gróðu­r­ætur og stafar þeim mesta hættan af mönnum, að því er fram kemur í frétt miðilsins. Heita yfir­völd 5000 Banda­ríkja­dollurum, eða því sem nemur rúmum 640 þúsund ís­lenskum krónum, þeim sem getur gefið upp­lýsingar sem leiða til hand­töku.