Bandaríkin

Trump reynir að lægja öldurnar

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fær ekki sömu meðferð og Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/Getty

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fær ekki sömu meðferð og Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, hafði áður lagt til að að Líbýuaðferðin svokallaða yrði farin í kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga.

Gaddafi samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn. Hótuðu þeir því meðal annars að hætta við fyrirhugaðan leiðtogafund Kim og Trumps sem fram á að fara þann 12. júní í Singapúr.

Kim Kye-gwan, aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu, var harðorður í garð Boltons á miðvikudag. „Við felum ekki þá staðreynd að okkur býður við honum,“ sagði Kim.

„Líbýuaðferðin er ekki eitthvað sem við höfum verið að horfa til þegar kemur að Norður-Kóreu,“ sagði Trump og bætti því við að fyrirhugað samkomulag við einræðisríkið myndi fela í sér áframhaldandi valdatíð Kim og stóraukin efnahagstækifæri Norður-Kóreu.

Þá hafa heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna einnig vakið reiði Kim Jong-un. Viðræðum, sem fram áttu að fara í gær, var frestað og sagði Norður-Kóreustjórn að ekki stæði til að hefja þær að nýju fyrr en vandamálið væri leyst.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bandaríkin

Fundu upp­töku af Trump og Cohen ræða þag­nar­gjald

Bandaríkin

Leyfir Pútín ekki að yfir­heyra banda­ríska borgara

Bandaríkin

Mega nú kenna fólki að þrí­­víddar­­prenta byssur

Auglýsing

Nýjast

Leituðu konu sem hafði aðeins tafist á göngu

30 látnir í mikilli hitabylgju í Japan

Katrín Sif er sátt: Krafa um samanburð lögð fyrir gerðardóm

Yfir­­vinnu­banni ljós­­mæðra af­­lýst í kjöl­far miðlunar­til­lögu

Einn látinn eftir umferðaslys á Þingvallavegi

„Hann gerir þetta til að kljúfa sam­stöðu ljós­mæðra“

Auglýsing