Bandaríkin

Trump reynir að lægja öldurnar

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fær ekki sömu meðferð og Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/Getty

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fær ekki sömu meðferð og Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, hafði áður lagt til að að Líbýuaðferðin svokallaða yrði farin í kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga.

Gaddafi samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn. Hótuðu þeir því meðal annars að hætta við fyrirhugaðan leiðtogafund Kim og Trumps sem fram á að fara þann 12. júní í Singapúr.

Kim Kye-gwan, aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu, var harðorður í garð Boltons á miðvikudag. „Við felum ekki þá staðreynd að okkur býður við honum,“ sagði Kim.

„Líbýuaðferðin er ekki eitthvað sem við höfum verið að horfa til þegar kemur að Norður-Kóreu,“ sagði Trump og bætti því við að fyrirhugað samkomulag við einræðisríkið myndi fela í sér áframhaldandi valdatíð Kim og stóraukin efnahagstækifæri Norður-Kóreu.

Þá hafa heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna einnig vakið reiði Kim Jong-un. Viðræðum, sem fram áttu að fara í gær, var frestað og sagði Norður-Kóreustjórn að ekki stæði til að hefja þær að nýju fyrr en vandamálið væri leyst.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bandaríkin

Cohen segir Trump hafa fyrirskipað brot sín

Bandaríkin

Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi

Bandaríkin

Trump hótar lokun vegna veggjarins

Auglýsing

Nýjast

Klausturs­málið í hnút vegna van­hæfi nefndar­með­lima

Dómarinn bað Báru afsökunar

Telur að mynd­efni geti varpað ljósi á „á­setning“ Báru

Stíga til hliðar í um­fjöllun um Klausturs­málið

Fjölmenni beið Báru en enginn Miðflokksmanna

Rússar notuðu alla stóru sam­fé­lags­miðlana

Auglýsing