Erlent

Trump ráðlagt að þegja um Stormy Daniels á Twitter

Donald Trump, for­seti Banda­ríkjanna, er sagður hafa leitað ráða hjá fólki sem hann treystir um hvernig hann eigi að taka á af­hjúpunum klám­mynda­leik­konunnar Stormy Dani­els um að hann hafi haldið fram hjá Melaniu með henni.

Boltinn er hjá Stormy Daniels og Trump virðist ekki viss um að sókn sé rétta vörnin að þessu sinni.

CNN hefur eftir heimildarmanni úr innsta hring Donalds Trump að hann leiti nú ráða hjá fólki um hvernig hann eigi að höndla fullyrðingar klámstjörnunnar Stormy Daniels um að þau hafi gamnað sér eftir að Trump og Melania, forsetafrú, gengu í hjónaband.

Hermt er að forsetanum hafi verið ráðlagt að reyna ekki að koma í veg fyrir að Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, tjái sig um samband þeirra. Slíkt láti hann líta illa út og eins og hann hafi eitthvað að fela.

Samkvæmt sama heimildamanni eru þessar ráðleggingar eina ástæðan fyrir því að Trump sé ekki búinn að æsa sig yfir málinu á Twitter, sem er hans helsti tengiliður við umheiminn.

Stormy Daniels-málið er talað geta orðið Trump skeinuhættara en hin mjög svo umdeildu rússlandstengsl hans. Þyngst vegur að fyrir liggur að Daniels var greitt fyrir að þegja um samband hennar og forsetans sem þykir gefa hneykslinu meiri vigt en öllum þeim ótal skandölum sem áður hafa komið fram í sambandi við samskipti forsetans við konur.

Málið hefur í raun ekki sprungið út ennþá og öll kurl koma ekki til grafar fyrr en Daniels leysir frá skjóðunni og rýfur þagnareiðinn, eins og hún hefur sagt vera búin að ákveða að gera.


Sunnudagskvöldið gæti orðið óþægilegt fyrir Trump og Melaniu ef 60 Minutes sýna viðtalið við Stormy. Fréttablaðið/EPA

Fréttaskýringaþátturinn 60 Minutes á sjónvarpsstöðinni CBS hefur tekið upp viðtal við Daniels og unnið er að því að fá allt sem Daniels lætur flakka þar staðfest. Hermt er að Daniels bæti í ásakanir á hendur Trump í viðtalinu sem jafnvel er talið að verði sjónvarpað á sunnudagskvöld.

CBS hefur þó ekki fengist til þess að staðfesta hvenær viðtalið verði sýnt eða hvort það hafi yfirleitt verið tekið.  

Fréttavefurinn BuzzFeed hélt því fram á sunnudaginn að lögmenn tengdir Trump séu að skoða leiðir til þess að koma í veg fyrir að viðtalið fari í loftið. Slíkt er þó talið nánast vonlaust enda málfrelsið í hávegum haft fyrir bandarískum dómstólum. Ritskoðunartilburðir í þessa átt myndu því engu skila fyrir Trump öðru en því sem hann hefur þegar verið varaður við. Að hann líti þá út fyrir að vera bullandi sekur um ósiðlegt athæfi, framhjáhald og mútur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Blaðamenn manneskja ársins hjá Time

Bandarísk stjórnmál

Sagður óttast á­kæru með auknum völdum Demó­krata

Erlent

Leita að skóflu í tengslum við morðið á Grace Milla­ne

Auglýsing

Nýjast

Einn vann 30 milljónir í kvöld

Bára: „Neikvæðu hlutirnir eru líka að síast inn“

Þrumur og eldingar á höfuð­borgar­svæðinu

Leggja fram aðra beiðni um nafnið Zoe á næstu dögum

Fjórir þingmenn draga Báru fyrir dóm: „Hefst þá dansinn“

Íraki dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

Auglýsing