Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mildað fangelsisdóm yfir Roger Stone, vini sínum og fyrrverandi kosningaráðgjafa.

Stone var í janúar handtekinn af embætti Robert Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og tengsl kosningateymis Trump við þau afskipti.

Í febrúar var hann dæmdur í 40 mánaða fangelsi fyrir að hindra fram­gang rann­sóknar á kosningar­her­ferð for­setans árið 2016 og að hóta vitni í tengslum við málið.

Við dóms­upp­kvaðninguna í Was­hington sagði dómari í málinu, Amy Ber­man Jack­son, að Stone hafi verið „sak­sóttur fyrir að hylma yfir með for­setanum.“

„Rogert Stone er nú frjáls maður!“

Trump hefur harð­lega gagn­rýnt dóm Stone og kemur þessi ákvörðun hans því ekki á óvart en sak­sóknarar í málinu kröfðust þess upp­runa­lega að hann yrði dæmdur í sjö til níu ára fangelsi.

Stone hafði vonast eftir náðun en forsetinn ákvað í staðinn að fella niður refsingu og stendur dómurinn enn.

Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvörðun sína og bent á að Nixon, sem var líkt og Trump rannsakaður fyrir embættisglöð, hafi aldrei mildað dóminn yfir samsærismönnum sínum. Fjölmiðlar vestanhafs líkja máli Trumps gjarnan við Nixon, og nú sérstaklega þar sem Roger Stone vann einnig fyrir Nixon á sínum tíma.

Hvíta húsið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem þau lýstu því yfir að Stone hafi verið látinn sæta óréttlátri meðferð. „Rogert Stone er nú frjáls maður!“

Fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt ákvörðun forsetans í þaula og eru að vana mjög mismunandi áherslur og skiptar skoðanir milli viðmælanda CNN og Fox News eins og má sjá hér fyrir neðan.