Donald Trump, Banda­ríkja­for­seti, til­kynnti nú í kvöld að hann hefði lýst yfir neyðar­á­standi til að verja banda­rísk tölvu­kerfi frá „er­lendum aðilum“ og skrifaði for­setinn meðal annars undir til­skipun sem meinar banda­rískum fyrir­tækjum að nýta sér þjónustu er­lendra sím­fyrir­tækja sem talin eru ógna öryggi Banda­ríkjanna, að því er fram kemur á vef BBC.

Ekki kemur fram í til­skipuninni um hvaða fyrir­tæki eru að ræða en sér­fræðinga telja að til­skipunini sé sér­stak­lega beint að kín­verska sím­fyrir­tækinu Huawei en að undan­förnu hefur fjöldi ríkis­stjórna lýst yfir á­hyggjum af því að vörur á vegum fyrir­tækisins gætu verið notuð af kín­verskum yfir­völdum til njósna.

Tals­menn kín­verska fyrir­tækisins hafa alla tíð þver­tekið fyrir að búnaður sem fram­leiddur er á vegum þess geti nýst kín­verskum yfir­völdum til njósna eða annarrar starf­semi af nokkru tagi.