Donald Trump, Banda­ríkja­for­seti, hefur nú stað­fest að hann í­hugi hvort hann eigi að gera til­raunir til þess að kaupa Græn­land af Dönum vegna mikil­vægi land­fræði­legs mikil­vægi þess en viður­kennir að sér liggi ekkert á, að því er fram kemur á vef Guar­dian.

Frétta­blaðið greindi fyrr í vikunni frá um­mælum for­setans af á­huga sínum á þessari stærstu eyju í heimi. Á­huginn skaut Dönum nokkrum skelk í bringu og sögðu danskir ráða­menn sem og sér­fræðingar að hug­myndin væri með öllu fá­rán­leg. Spurði fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra landsins, Lars Lökke Rasmus­sen meðal annars hvort um væri að ræða ó­tíma­bært apríl­gabb.

„Dan­mörk í rauninni á það,“ segir Trump meðal annars í ný­legu við­tali. „Við erum góðir banda­menn Dan­merkur, við verndum Dan­mörku eins og við verndum stóran hluta heimsins. Svo hug­myndin kom upp og ég sagði, „Auð­vitað hefði ég hann,“ segir Trump og vísar í á­hugann á kaupum á Græn­landi.

„Hernaðar­lega séð er þetta á­huga­vert og við hefðum á­huga en við tölum við þá innan skamms. Þetta er ekki númer eitt á verk­efna­listanum, ég get sagt ykkur það,“ sagði hann meðal annars. Hann segir að í grunninn væri um að ræða „stór fast­eigna­við­skipti.“