Donald Trump, fyrr­verandi for­seti Banda­ríkjanna, hefur kært sjón­varps­stöðina CNN vegna æru­meiðinga. Trump krefst 475 milljóna Banda­ríkja­dollara í refsi­bætur, tæpir 69 milljarðar íslenskra króna, en hann sakar sjón­varps­stöðina um æru­meiðingar og róg­burð gegn sér.

Trump heldur því fram í mál­sókn sinni að CNN hafi beitt á­hrifum sínum sem leiðandi sjón­varps­stöð til að sigra hann pólitískt. Málið fer fyrir héraðs­dóm í Fort Lau­der­da­le í Flórída.

Í mál­sókninni, sem telur 29 blað­síður, heldur Trump því fram að CNN hafi lengi gagn­rýnt hann en að á­rásir gegn honum hafi fjölgað upp á síð­kastið, það sé gert vegna ótta um að hann bjóði sig aftur fram sem for­seta í næstu for­seta­kosningum, sem fara fram árið 2024.

Reu­ters greinir frá því að í kærunni segi: „Sem hluti af sam­stilltu við­leitni sinni til að halla pólitísku jafn­vægi til vinstri, hefur CNN reynt að mála stefnanda með röð hneykslis­legra, rangra og æru­meiðandi merkinga sem „ras­isti,“ „rúss­neskan skó­svein,“ „upp­reisnar­mann“ og að lokum „Hitler.““