Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst tilnefna konu til að taka við Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Ginsburg lést á föstudaginn, 87 ára að aldri.

Trump sagði á kosningafundi í Norður-Karólínu í gær að hann vissi ekki hverja hann myndi tilnefna í Hæstarétt. Nokkrar deilur hafa verið Vestanhafs um málið, en ef Trump tilnefnir dómara verða Repúblikanar með sex dómara af níu í réttinum.

Trump sagði að ástæðan fyrir því að hann ætlaði að velja konu væri vegna þess að honum líkaði betur við konur en karla.

Þá gerði hann könnun meðal stuðningsmanna sinna á fundinum:

Í byrjun árs 2016, þegar Antonin Scalia lést, sögðu Repúblikanar að nýr forseti ætti að tilefna í stöðuna. Nú er dæmið hins vegar snúið við og Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, sagt það vera skyldu forsetans að tilnefna í stöðuna. Óljóst er hvort meirihluti sé fyrir því í öldungardeildinni að staðfesta tilnefningu Trump og hafa Demókratar boðað að þeir muni berjast fram á síðustu stundu til að koma í veg fyrir að tillagan verði afgreidd.